Laxdæla saga

21 Konungur þagnar við og ræðir síðan við menn sína. Þeir spyrja hann hvað muni vera satt í þessu máli. Konungur svarar: „Auðséð er það á Ólafi þessum að hann er stórættaður maður hvort sem hann er vor frændi eða eigi. Hann talar líka allra manna best írsku.“ Eftir það stóð konungur upp og mælti til Ólafs: „Nú skal svara þínu máli. Ég vil gefa ykkur öllum grið, skipverjum. En um frændsemi þá er þú telur við oss munum við tala fleira áður en ég svari einhverju um hana.“ Síðan leggja þeir bryggjur á land og ganga þeir Ólafur af skipinu. Taka þeir Ólafur og konungur þá tal með sér og segist Ólafur hafa gullhring á hendi sem Melkorka gaf honum að skilnaði á Íslandi. „Og sagði hún að þú, konungur, gæfir henni að tannfé.“ Konungur tók við hringnum og leit á hann og roðnaði í andliti. Hann þekkti strax hringinn og sagði líka að Ólafur væri svo líkur móður sinni að vel mætti þekkja hann af henni. Þá bauð hann Ólafi að koma með sér til hirðar sinnar með alla sína menn. Síðan voru þeim fengnir hestar og riðu þeir saman til Dyflinnar þar sem konungur hafði aðsetur. En konungur setti eftir menn að líta eftir skipinu. Það þóttu mikil tíðindi í Dyflinni að þangað væri kominn dóttursonur konungs, sonur Melkorku sem hafði verið hertekin fimmtán vetra gömul. En mest þótti fóstru Melkorku um þessi tíðindi. Hún var þá lögst í kör en gekk þó staflaust á fund Ólafs. Ólafur faðmaði hana að sér og sagði henni að fósturdóttir hennar væri í góðu yfirlæti á Íslandi. Svo fékk hann henni frændsemi merkir skyldleiki að leggja bryggjur á land merkir að lagðar voru göngubrýr frá skipi til lands að leggjast í kör merkir að verða gamall og lasinn, geta varla hreyft sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=