Om VerdenRundt - Kolofon

Á upphafssíðu - Pantaðu áskrift

Umhverfis jörðina

Nýtt og spennandi námsefni fyrir grunnskóla sem einnig getur nýst í framhaldsskóla. Allir skólar geta nálgast námsefnið Umhverfis jörðina á vef Námsgagnastofnunar með því að gerast áskrifendur. Í kynningarskyni verður skólum boðið að nálgast efnið án endurgjalds til vors 2000, eftir það er hægt að kaupa áskrift á vef Námsgagnastofnunar.

Námsefnið er þýtt úr dönsku og byggir á frásögn af 500 daga ferðalagi blaðamanna danska dagblaðsins JyllandsPosten umhverfis jörðina. Ferðalagið er merkilegur viðburður í sjálfu sér, blaðamenn og ljósmyndarar sendu daglega greinar og myndir um ferð sína til dagblaðsins JyllandsPosten. Þegar síðan fjögur fyrirtæki í námsefnisútgáfu taka höndum saman og þróa, á grunni þessarar ferðasögu, námsefni á neti fyrir grunnskólann er það byltingarkennd nýjung í námsefnisgerð.

"JP-Explorer"

heitir ferðalag blaðamannanna. Umhverfis jörðina er heiti námsefnisins sem á því byggir. Ferðin hófst 19. ágúst 1998 og lauk 1. janúar 2000. Enn er verið að semja og gefa námsefnið út. Umhverfis jörðina er meðal forrita sem fékkst í skiptum Iðunnarhóps Norrænu ráðherranefndarinnar. Námsgagnastofnun hefur látið þýða efnið og gefið það út á vef sínum svo að nú geta allir skólar á Íslandi ferðast með.

Handbók kennara

Leiðbeiningar með námsefninu eru gefnar út í litlu riti sem dreift verður til skóla. Þar er m.a. að finna hugmyndir að áhugaverðum og fræðandi viðfangsefnum og námsleiðum sem samþætta margar námsgreinar fyrir mið- og unglingastig grunnskóla.

Námsefnið

Skólar sem keypt hafa áskrift að efninu fá aðgang að nýjum áfangastöðum jafnóðum og þeir birtast á vefnum. Námsefnið er samið út frá fjölbreyttum þemahugmyndum og viðfangsefnum þvert á námsgreinar. Til vors 2000 verður efnið öllum opið en eftir það er áskrift keypt á vef stofnunarinnar.

Höfundar

Útgáfufyrirtæki danska kennarasambandsins, Geografforlaget, Mikro Værkstedet og SkoleMedi@ standa saman að gerð og útgáfu námsefnisins. Þessi samvinna mun væntanlega leiða af sér nýjungar í námsefnisgerð á næstu árum og þar er Umhverfis jörðina fyrsta verkefnið. Reyndir námsefnishöfundar hafa samið efnið og aðlagað það að þeim möguleikum sem nýr miðill býður upp á. Kennarar og nemendur fá þannig tækifæri til að nota vefinn við nám og kennslu.

Þróunarverkefni

Umhverfis jörðina er styrkt af þróunarsjóði danska menntmálaráðuneytisins Undervisningsministeriets Banebryder-projekt. Sjóðurinn styrkir verkefni sem vísa veginn í notkun upplýsingatækni og myndmiðlunar í kennslu.

Áskrift

Til vors 2000 verður efnið öllum opið í kynningarskyni en eftir það er áskrift keypt á vef stofnunarinnar.


Námsgagnastofnun

Laugavegi 166

105 Reykjavík

sími 552 8088

Dönsk ritstjórn: Christian Wang, Anne-Grethe Andersson, Nils Hansen.

Íslensk ritstjórn: Hildigunnur Halldórsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir.

Höfundar: Henning Madsen, Hanne Brixtofte Pedersen, Torsten Andersson, Karen Jelstrup, Mads Lindberg, Filip Madsen, Jesper Mayerhofer, Per Nordby Jensen.

Þýðing: Svanhildur Kaaber

Tæknivinna: Tommy Pedersen

Grafík: Bjarne K. Thomsen


Á upphafssíðu - Pantið áskrift