Fleira og fleira fólk flytur til borganna á Indlandi eins og annars staðar í heiminum.
Þessi þróun hófst miklu fyrr í Evrópu en í þróunarlöndunum.
Vaxandi iðnaður í borgunum veitti fólksfjöldanum í borgunum atvinnu og vélar
komu í stað verkamannanna sem vantaði í sveitastörfin.
Á Indlandi getur verið mjög erfitt að finna fasta vinnu. Sérstaklega erfitt er það
fyrir allt það fólk sem hvorki er læst né skrifandi. Þess vegna búa
margir í hreysum og sumir verða jafnvel að setjast að á gangstéttunum, sofa þar
og elda mat sinn.
Margir verða að reyna að sjá sér farborða með ígripavinnu af ýmsu
tagi.
Skoðaðu borgarmyndir í kaflanum Sögur.
Borgarbúar sem hlutfall
íbúa á Indlandi og í Danmörku
Ár |
Indland
|
Danmörk
|
1980 |
23
|
84
|
1995 |
27
|
85
|
Skoðaðu listann yfir stórborgir á Indlandi:
http://www.stats.demon.nl/asia.htm
Veldu Suður-Asíu og
Indland.
Hér má sjá þéttbýlismyndun í öllum löndum heims.
Textinn er á ensku. „Urban“ táknar íbúa í þéttbýli og „rural“
táknar íbúa í dreifbýli. http://www.stats.demon.nl/world.htm |