Indland hið nýja



Veist þú
– að Indverjar eru í fararbroddi þjóða heims í þróun hugbúnaðar fyrir tölvur um víða veröld?

– að Indverjar eru mikilvirkustu kvikmyndaframleiðendur í heimi?


–- að 10–15% indversku þjóðarinnar býr við svipuð lífskjör og eru á Íslandi?
!

– að á Indlandi er umfangsmikill vélaiðnaður og efnaiðnaður sem veitir mörgu fólki atvinnu?


– að á Indlandi voru framleiddir 313.000 einkabílar árið 1994?

– að á Indlandi eru framleidd flest tvíhjóla ökutæki í heimi (bifhjól, vélhjól og skellinöðrur)?

– að herinn á Indlandi er fjórði stærsti her í heimi?

–- að Indverjar eignuðust fyrstu kjarnorkusprengjuna árið 1974?

– að Indverjar hafa framleitt eldflaugar til að senda eigin gervihnetti á braut umhverfis jörðina?

– að á Indlandi eru járn, báxít, kol, olía og mörg önnur náttúruauðæfi í jörðu?
Til baka á upphafssíðu