Fólksfjöldinn á Indlandi
er í brennidepli bæði í námsefninu „Umhverfis jörðina“ og almennt í
fjölmiðlum.
Indverjar eru margir. Sumir segja „of margir“ – en þá má spyrja: „Of margir til hvers?“
Skoðið nánar hugtökin „margir“ og „fáir“ og leikið ykkur svolítið með
þau.
Í „leiknum“ sem hér er lýst þurfa þátttakendur að vera tveir.
Veljið mynd af fólki úr námsefninu „Umhverfis jörðina“. Nú á annar
þátttakandinn að fylgja leiðbeiningum A – hinn á að fylgja leiðbeiningum B:
A:
Ljúktu við setningarnar:
Á myndinni eru margir/margar/margt (skrifaðu að minnsta kosti þrjú atriði)
Á myndinni eru of margir/margar/margt til að ( finndu þrjú atriði)
Á myndinni er mikið af (skrifaðu að minnsta kosti þrjú atriði)
Á myndinni er of mikið af (skrifaðu að minnsta kosti þrjú atriði)
Á myndinni eru nógu margir/margar/margt til að (finndu þrjú atriði)
Ef þar væru færri væri/gæti ...
B:
Ljúktu við setningarnar:
Á myndinni eru fáir/fáar/fátt (skrifaðu að minnsta kosti þrjú
atriði)
Á myndinni eru of fáir/fáar/fátt til að ( finndu þrjú atriði)
Á myndinni er lítið um (skrifaðu að minnsta kosti þrjú atriði)
Á myndinni er of lítið af (skrifaðu að minnsta kosti þrjú atriði)
Á myndinni eru nógu margir/margar/margt til að (finndu þrjú atriði)
Ef þar væru fleiri væri/gæti ...
Finnið ykkur tvo félaga og lesið setningarnar ykkar fyrir þá, fyrst A og síðan
B – án þess að þeir sjái myndina.
Þegar texti A hefur verið lesinn skuluð þið biðja þann sem hlustar að lýsa
myndinni sem hann sér fyrir sér.
Þegar texti B hefur verið lesinn skuluð þið biðja þann sem hlustar að lýsa
myndinni sem hann sér fyrir sér.
Myndið nú fjögurra manna hóp og skrifið myndatexta. Þið getið sótt
efni bæði í texta A og B.
Nú getið þið fengist áfram við hugtökin „margir“ og „fáir“ með
eftirfarandi hætti:
Þegar lokið hefur verið við setningarnar í A og B hefur verið bætt við mörgum
orðum
– Takið orðin sem bætt var við út úr setningunni.
– Reynið að setja orðin saman í nokkurs konar ljóð sem útskýrir myndina.
Þið getið leikið ykkur með stutt og löng orð, lengd setninganna o.s.frv. ef þið
viljið sýna eitthvað sérstakt með uppsetningu ljóðsins (grafísk áhrif).