Tilbage til KINA-forsiden ... Verkefnabanki
Halló Hung! / Heimasíða
Búið til heimasíðu þar sem mið er tekið af mismuninum á umhverfi í borg og sveit í Kína.
Halló Hung / Blönduð tækni
Búðu til efni með blandaðri tækni þar sem mið er tekið af mismuninum á umhverfi í borg og sveit í Kína.
Halló Hung / Fréttapistill
Það má spyrja sig þess hversu lengi fólkið í sveitum Kína muni sætta sig við þann mikla mun sem er á milli borgar og sveitar. Því skyldu menn vinna hörðum höndum fyrir lág laun þegar „léttari“ og aðgengilegri vinnu er að fá í borginni?

Búðu til fréttapistil þar sem lýst er muninum á ólíkum landsvæðum í Kína.
Betlarinn / Fréttapistill í myndum
Í Kína eru andstæður miklar. Í stórborgunum eru bæði grá og ljót háhýsi og fallegar pagóður, í Kína eru margir vellauðugir en þar eru líka margir betlarar. Búðu til fréttapistil í myndum þar sem þú reynir að lýsa andstæðunum sem setja mark sitt á kínverskt samfélag.

Því miður getur þú auðvitað ekki tekið myndir sjálf/ur. Í staðinn skaltu nota netið og velja úr myndunum frá Kína sem þar er að finna.
Betlarinn / Mannlýsing
Skrifaðu mannlýsingu og lýstu betlaranum sem þú sérð á mynd 3 í myndayfirlitinu.
Misskilningurinn / Fréttapistill
Það er mikill munur milli landsvæða í Kína. Náttúrlegar aðstæður til landbúnaðar og húsdýraræktunar eru afskaplega ólíkar. Þeir sem búa í frjósömu dölunum og á sléttunum í austurhluta landsins eru hinir eiginlegu Kínverjar en íbúarnir í vesturhluta landsins eru af tyrknesku og mongólsku bergi brotnir.

Búðu til fréttapistil þar sem lýst er muninum á landsvæðum í Kína.
Fita við hjartað / Ritgerð
Í Kína er mikill munur á mataræði í borg og sveit. Í sveitunum er aðalfæða fólks enn fitusnauð, s.s. grænmeti, ávextir og fiskur, en í borgunum líkist fæði fjölmargra meira því sem algengt er á Vesturlöndum þar sem neysla kjöts og fitu er almenn. Skrifaðu ritgerð þar sem þú fjallar um þessa þróun frá þínum eigin sjónarhóli.

Þú getur leitað upplýsinga á netinu.
Martröð / Útvarpsfréttir
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að nota 1750 milljarða króna til þess að byggja stíflu við ána Chiang Jiang. Stíflan á að vera við bæinn Yichiang í Hubei héraði.


Búðu til útvarpsfréttir sem gefa hlustendum tækifæri til að átta sig á því hvers vegna byggja á stífluna og hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir fólkið sem býr á þessu svæði.

Þú getur fundið mikið af efni á netinu. Á ensku er þessi framkvæmd kölluð „The Three Gorges Dam“.
Martröð / Heimasíða
Þú átt að búa til heimasíðu sem gefur jafnöldrum þínum innsýn í stíflubygginguna í Kína. Hvar er verið að byggja, til hvers, hvaða áhrif hafa árleg flóð í Kína, hefur flóðunum fjölgað o.s.frv.?

Þú finnur upplýsingar á netinu og í dagblöðum.
Martröð / Ritgerð
Hvað ef … allir Kínverjar færu að nota salernispappír, allir Kínverjar færu að aka í bílum, allir Kínverjar tileinkuðu sér lífsmáta eins og almennur er á Vesturlöndum? Getum við leyft okkur að segja Kínverjum að þeir megi ekki hafa sömu neysluvenjur og við af því að það hefur of mikil áhrif á umhverfið eða...? Skrifaðu ritgerð þar sem þú fjallar um þetta efni og lýsir þínu áliti.

Þú getur leitað upplýsinga á netinu.
Martröð / Fréttapistill
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að nota 1750 milljarða króna til þess að byggja stíflu við ána Chiang Jiang. Stíflan á að vera við bæinn Yichiang í Hubei héraði.


Búðu til útvarpsfréttir sem gefa hlustendum tækifæri til að átta sig á því hvers vegna byggja á stífluna og hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir fólkið sem býr á þessu svæði.

Þú getur fundið mikið af efni á netinu. Á ensku er þessi framkvæmd kölluð „The Three Gorges Dam“.
Kæri Pétur! / Útvarpsfréttir
Atvinnulíf í Kína hefur verið markaðsvætt og mörg erlend fyrirtæki fá leyfi til að opna útibú í Kína. Vestræn viðhorf eru almenn í stórborgum Kína en jafnframt verður munurinn á þeim sem hafa tileinkað sér slíkan hugsunarhátt og þeim borgurum sem minna mega sín (t.d. betlurunum) meira áberandi í borgunum.

Búðu til útvarpsfréttir þar sem fjallað er um muninn á ríkum og fátækum í Kína.
Kæri Pétur / Mannlýsing
Búðu til mannlýsingu þar sem greint er frá 12 ára einbirni sem hefur alist upp í Beijing eftir 1990.
Harmleikur / Blönduð tækni
Búðu til efni með blandaðri tækni og fjallaðu um eftirfarandi spurningu: Hvað gerist þegar 1,3 milljarðar Kínverja leggja hjólunum og fá sér bíl?
Tilbage til KINA-forsiden ...