Hin heilögu vötn
Náttúrulæknarnir leggja enn áherslu á að gengið sé hljóðlega
um skóginn. Þeir sem þar fara um eiga að gera það virðulega og varlega, ekki
skemma eða eyðileggja, aðeins veiða það sem þeim er nauðsynlegt.
Indíánar telja enn að mörg vötn í frumskóginum séu heilög
og þeir trúa því að þar haldi guðirnir til. Í heilögum vötnum
má ekki veiða fiskinn eða dýrin sem hafast við í nágrenninu. Á þessum
friðuðu svæðum fá dýrin tækifæri til að fjölga sér.
Þótt Indíánar séu veiðimenn útrýma þeir ekki dýrunum.