Ljóðið

	
		 
Ljóð Rebecu:  
		
			
			Ljóð slöngukonunnar: 
			Ég er slöngukonan.
			Ég er ekki eins og aðrar konur,
			ég er slöngukonan frá Pastaza.
			Ég er hin óttalega kona. 
			Ég kem, 
			ég breiði úr mér eins og væri ég vængur 
			sem hylur fjöllin. 
			Þegar þú gengur niður stíginn
			ligg ég við vegbrúnina. 
			Eins og hringiða í vatninu
			breytist jörðin sem ég ræð yfir.
			Þú kemst ekki framhjá, 
			af því að ég er slöngukonan,
			sem mun eyða þér.
			
			Hlustaðu á ljóðið: