Rosa Alva - andstæður stórborgar og frumskógar

Rosa Alva

Rosa Alva hefur lært eðlisfræði við háskólann í Quito í tvö ár. Hún er óvenjuleg stúlka vegna þess að hún er 17 ára og hún er hvorki gift eða á börn. Rosa Alva hefur skrifað ykkur bréf þar sem hún segir frá framtíðaráformum sínum. Bréfið er svona:

Ég heiti Rosa Alva Gualinga Campos. Ég er 17 ára.
Ég byrja á að senda ykkur innilega kveðju. Ég hef verið nemandi við háskólann í Quito í tvö ár. Ég fór úr þorpinu mínu, Sarayacu, til borgarinnar, af því að ég fékk námsstyrk frá kirkjunni. Ef prestarnir hefðu ekki hjálpað til, hefði verið ógerlegt fyrir mig að fara til náms í borginni. Í Sarayacu er ekki hægt að vinna sér inn peninga, þar er ekki hægt að versla eins og í borginni.

Daglegt líf í Sarayacu er mjög ólíkt borgarlífinu. Í borginni eru strætisvagnar og járnbrautalestir en í Sarayacu eru engar opinberar samgöngur. Auðvitað er flugbraut hjá okkur, en litlu flugvélarnar lenda þar ekki daglega, aðeins tvisvar í viku, og það er allt of dýrt fyrir okkur að ferðast með þeim.
Í Sarayacu eru heldur engin diskótek, engin tónlist, ekkert sjónvarp, engar fréttir.

En Sarayacu er Paradís á jörð. Þar eru alls kyns dýr og jurtir. Þorpsbúar gæta vel þorpsins og frumskógarins. Þá geta aðrir notið þess með okkur. En unga fólkið verður að leita eftir styrkjum til að geta stundað nám í borginni. Ég ætla að búa áfram í borginni af því að þar get ég fengið vinnu. En ég ætla að heimsækja fjölskyldu mína eins oft og ég get. Og þá ætla ég að borða ferskan fisk og kjöt úr frumskóginum.