Áin
Þvottur
Undir kvöld þvær Tatiana föt í ánni með frænku sinni. Það
eru ákveðnar reglur um hvernig áin er notuð.
Efst, næst uppsprettunni, er sótt drykkjarvatn. Dálítið neðar baðar fólk
sig. Enn neðar eru fötin þvegin. Og við ósa árinnar, þar sem hún
rennur í Bobonaza-ána stóru, er hún notuð sem salerni. Þá þarf
ekki salernispappír því að það er hægt að þvo sér úr
ánni.
Indíánarnir halda reglurnar út í æsar. Þannig hafa þeir alltaf hreint
drykkjarvatn, vatn til þvotta og salerni sem ekki mengar aðra hluta árinnar.