Labra-lirfur

Tatiönu þykja lirfur góðar

Tatiana þekkir hvorki lakkrís né súkkulaði, en skammtur af steiktum lirfum er eitt af því besta sem hún veit. Hún stingur bambusprjóni í gegnum lirfurnar og steikir þær yfir eldinum. Til þess að njóta þeirra til fullnustu geymir hún þær í grænu blaði og fær sér eina lirfu á dag. Þær eru lifandi og þess vegna ferskar þegar hún steikir þær. Sumum finnast lirfurnar bestar hráar.