Töfrar hársins
Sonia slær hárinu við tré
Á heitum degi dregur skyndilega svart ský fyrir sólu.
Dimmar drunur, eins og langdregnar þrumur, yfirgnæfa allt samtal. Það er hvirfilbylur sem
æðir hátt um himinhvolfið. Stúlkurnar hrópa og hlæja og flýta sér
að ávaxtatrjánum. Þar standa þær og slá hárinu hver við sinn
trjástofn. Indíánarnir telja að við þetta verði trén frjósamari
en ella.
Að baki liggur sú hugsun að tréð beri jafn marga ávexti og hárin á
höfði stúlkunnar eru.
Töfrar hársins hafa einungis áhrif á trén meðan gnýrinn berst frá
himninum. Eftir stundarkorn hætta drunurnar. Þá verður aftur allt kyrrt í frumskóginum
og trén orðin frjósöm.