30 metra slanga



Þessi slöngutegund heitir anakonda og er ein sú lengsta í heimi. Til eru sögur um 30 metra langar anakonda-slöngur, en ekki er sannað að þær verði svo stórar. Slangan á myndinni er 10 metrar á lengd og breið eins og fullorðinn karlmaður.
Anakonda-slangan er heilög hjá Indíánum. Um hana eru til margar helgisögur. Ein þeirra er „Sagan um fjórhöfða slönguna“.