Tapír! Hvaðan kannast ég við þig?
Tapírinn getur orðið allt að 300 kíló. Myndin af þessum hérna var
tekin á tilraunastöð í frumskóginum. Þar er unnið samkvæmt gömlum
hefðum Indíána. Markmiðið er að sýna fram á að betra sé
að halda tapíra en kýr.
Áður en nautgriparækt er hafin í frumskóginum verður að ryðja hann
og sá grasfræi því þar vex ekkert gras af sjálfu sér. En tapírinn
getur lifað af þeim jurtum sem vaxa í skógarsverðinum. Á 10 hektara landi í
frumskóginum geta verið 22 tapírar án þess að fella þurfi eitt einasta
tré. Á sama landsvæði gætu verið 5 kýr í haga, en þá
þyrfti fyrst að höggva skóginn.