Það er líka hægt að sigla með fljótaskipi upp Amasonfljótið. Síðasti
viðkomustaður áður en komið er inn í frumskóginn er oftast lítið
þorp. Þar búa landnemar og Indíánar í lélegum húsakynnum.
Flestir eru þangað komnir til að afla skjótfengins gróða. Þetta geta verið
gullgrafarar, smiðir eða fólk sem ætlar að græða á kókaínsmygli.
Yfirbragð staðarins er eins og hjá landnemum í villta vestrinu á 19. öld. Fyllibyttur
veltast um göturnar og öðru hverju heyrast skothvellir sem tengjast átökum í þröngum
húsasundum.