Villisvín á flakki



Konan með villisvínið heitir Corina. Hún kemur úr þorpinu Sarayacu. Villisvínið hefur hún átt síðan það var lítill grís. Maður hennar skaut móðurina en tók grísinn með sér. Nú er grísinn orðinn að fullvaxinni gyltu sem heldur til úti fyrir húsi fjölskyldunnar. Árlega hverfur gyltan í nokkrar vikur, hleypur út í frumskóginn og leitar uppi félagsskap einhvers karldýrs. Svo kemur gyltan til baka og á þá von á einum eða tveimur grislingum.

Eiginmaður Corinu stundar náttúrulækningar. Á máli innfæddra heitir það „shaman“. Sagt verður nánar frá honum síðar.