Frumskógarborgir

Á uppgangstímum á Amasonsvæðinu var gefið út dagblað í frumskógarþorpinu Iquito í Perú. Í þessu blaði, sem er frá 1909, má lesa um ferðir gufuskipa með farþega til London, Le Havre, Hamborgar, New York og annarra stórborga. Ferðir voru reglulegar, einu sinni í mánuði. Farmur gufuskipanna var kavíar, kampavín og kátar konur sem var ætlað að skemmta hinum nýríku frumskógarbúum. Þessir farþegaflutningar héldu áfram til ársins 1912, en þá hætti verslun með gúmmí jafn skyndilega og hún hafði byrjað.

Í miðjum frumskóginum spruttu upp stórborgir. Manaus í Brasilíu var stærst þeirra. Borgarbúar létu smíða óperuhús í London. Siglt var með það í smábútum yfir Atlantshafið og 2000 km upp eftir Amasonfljótinu. Þegar til Manaus var komið var húsið sett saman uppi á hæð. Þaðan mátti líta yfir fyrstu borgina á meginlandi Suður-Ameríku sem státaði af rafmagnssporvögnum .