Gúmmíbyltingin

Í byrjun 20. aldar voru gerviefni ekki til og allt gúmmí sem notað var í heiminum var unnið úr gúmmítrjánum á Amasonsvæðinu. Þess vegna voru Indíánarnir teknir til fanga og hnepptir í þrældóm. Mörg hundruð þúsund Indíánar voru nauðbeygðir til að búa við hræðilega vinnuþrælkun.

Lagður var grunnur að gífurlegum auðæfum. Einn maður, Bólivíumaðurinn Suarez, hafði yfirráð yfir átta milljónum hektara í frumskóginum. Suarez taldi Indíána ekki nógu afkastamikla verkmenn. Hann fékk þess vegna vin sinn til að safna 600 Indíánastúlkum í kvennabúr þar sem gestir hans gátu notið þeirra. Síðan ætlaði hann að bíða þess að þær eignuðust börn - sem yrðu betri verkamenn vegna blóðblöndunarinnar.

Þrjátíu árum áður höfðu nokkrir Englendingar smyglað fræjum af gúmmítrjám til Malasíu og Ceylon (nú Sri Lanka). Af fræjunum höfðu nú vaxið geysimikil gúmmítré sem gáfu miklu meira af sér en strjál trén á Amasonsvæðinu.

Áratuga rányrkja í frumskógum Suður-Ameríku hafði hins vegar gert að verkum að framleiðslan var í lágmarki. Auk þess voru börnin úr kvennabúri Suarez ekki orðin nógu stór til að tappa af gúmmítrjánum.

Efnahagskerfi Amasonsvæðisins hrundi því með skjótum hætti. Mörg gufuskip sigldu til Evrópu á þeim mánuðum sem í hönd fóru með fyrsta farrými fullskipað ævintýra- og athafnamönnum ásamt lagskonum þeirra. Glæstar marmarahallir urðu athvarf innfæddra áður en þær vöfðust gróðri frumskógarins. Fyrsta blómaskeiði Amasonsvæðisins lauk þannig jafn skyndilega og það hófst. - Börnin sem fæddust í kvennabúri Súarezar voru ekki orðin nógu gömul til að tappa af gúmmítrjám.