Köld höf og heit fjöll
Fjallshlíðarnar við Kyrrahafið eru þurrar og uppblásnar.
- Í landabréfabókinni þinni (t.d. Kortabók handa grunnskólum) finnur
þú yfirlitsmynd af hafstraumum og loftslagsbeltum.
- Meðfram ströndum Chile og Perú rennur kaldur Humboldt-straumurinn úr suðri til norðurs.
- Þar sem kaldi sjórinn er súrefnisríkari og inniheldur fleiri næringarefni
en heitur sjór, skapast góð skilyrði fyrir átu og þaragróður. Þess
vegna eru auðug fiskimið í hafinu úti fyrir ströndum þessara landa.
- Vindarnir frá heittempruðu hæðinni yfir suðurhluta Kyrrahafsins blása inn að
vesturströnd Suður-Ameríku og kólna yfir köldum sjónum.
- Kalt loft ber í sér minni raka en heitt loft. Í 10°C heitu lofti geta verið u.þ.b.
10 g af vatnsgufu í hverjum rúmmetra, í 20°C heitu lofti geta verið u.þ.b. 17
g vatnsgufu í hverjum rúmmetra þegar loftið er mettað af gufunni.
- Þegar kalt loft kemur inn yfir strendurnar hitnar það og þá verður það
þurrara.
- Þegar loftið stígur upp á við yfir Andesfjöllunum kólnar það
um u.þ.b. 1 gráðu hverja 200 metra sem það stígur upp.
- Þegar loftið kólnar þéttist vatnsgufan sem í því er og fellur
niður sem úrkoma.
Með því að styðjast við upplýsingarnar hér fyrir ofan má útskýra
af hverju strandsvæðin við Kyrrahafið eru svona þurr og af hverju það rignir
í Andesfjöllunum.
Á sama hátt má útskýra af hverju heittempraða beltið teygist svona
langt í norðurátt í vesturhluta Suður-Ameríku.