Bólivía fyrr og nú
(Úr Historisk Atlas. ©LIBER Kartor og Geografforlaget)
Allt fram til 1450 voru mörg konungsríki í Bólivíu. Á tímabilinu frá 1200 f. Kr. til u.þ.b. 1200 e. Kr. var þar háþróuð menning þar sem menn kunnu m.a. til málmvinnslu.
Um aldamótin 1400 tóku Inkakonungarnir völdin í landinu og gerðu m.a. áveitukerfi um akrana.
Árið 1538 hernámu Spánverjar landið og stofnuðu ríki sem hét Charcas. Opnaðar voru stórar silfurnámur við fjallið Cerro Rico, og um miðja 17. öld var borgin Potosi stærsta borgin í nýja heiminum.
Í tengslum við borgarastyrjöldina sem háð var undir forystu Simonar Bolivars losnaði landið undan yfirráðum Spánverja og þá varð Bólivía sjálfstætt ríki.
Saga Bólivíu eftir 1920 ber mörg merki borgarastyrjalda og stjórnarbyltinga.
Árið 1967 var skæruliðaforinginn Ernesto Che Guevara drepinn.