Heilög María eða móðir Jörð
Kaþólsk kirkja með Inkakonung í forgrunni
Kaþólsk trú er ríkistrú í Bólivíu. Kaþólsk
trú kom til Suður-Ameríku með Spánverjum fyrir 500 árum. Spánverjar
eyðilögðu helga staði Inkanna og byggðu kirkjur í þeirra stað. Opinberlega
var horfið til kristinnar trúar en í raun og veru trúa enn margir á móður
Jörð alveg eins og á tímum Inkanna.
Nornir og skottulæknar
Þessi gamla kona gengur árlega milli húsa og blessar eigur fólks. Það eru
ekki eingöngu bændur sem fá þessa gömlu konu í heimsókn. Fína
fólkið, í ríkumannlegu hverfunum með sundlaugarnar í görðunum, kallar
líka konuna til sín ár hvert. Margt fólk í borgunum lítur niður á
Indíána og finnst trú þeirra vera hjátrú. Samt sem áður trúa
margir bæði á heilaga Maríu og móður Jörð. Það er alltaf
gott að halda frið á báða bóga.