"Gullna" jurtin

Þegar Spánverjar komu upp í Andesfjöllin fyrir u.þ.b. 500 árum komust þeir að raun um að indíánarnir tuggðu kókablöð. Spönsku prestarnir sögðu að kóka gerði indíánana lata og þess vegna væru þeir fátækir. Kirkjan bannaði neyslu kóka. En eftir nokkur ár uppgötvuðu Spánverjarnir að námumenn af indíánaættum unnu þvert á móti miklu betur þegar þeir tuggðu kókablöð. Þess vegna aflétti kirkjan banninu en lagði í staðinn skatt á alla verslun með kóka. Kóka varð mikilvægasta tekjulind Spánverja næst á eftir silfri og gulli.