Efni á þessari síðu:

Staðreyndir
Loftslag og gróðurfar
Atvinnulíf
Þjóðir og tungumál
Þróunaraðstoð
Sagan - hér er kort af „Afríku nýlenduveldanna“

Um rík og fátæk lönd
10-ára áætlun um skólamál

Ítarefni um Afríku


Staðreyndir um Búrkína Fasó

- sem hét Efri Volta til 1984.


Þú getur skoðað önnur kort af Afríku og Búrkína Fasó með því að fara inn á netið:

Hér sérðu fána og tvö kort. Auk þess geturðu sótt einfaldar og auðskiljanlegar upplýsingar á ensku:
http://www.theodora.com/maps/burkina_map.html

Þetta kort er í þrívídd, þá sérðu hæðarmismuninn Auk þess eru einfaldar upplýsingar um landið:
http://geography.miningco.com/library/maps/blburkinafaso.htm

Á þessu korti eru fleiri smáatriði:
http://www.sas.upenn.edu/African_Studies/CIA_Maps/Burkina_Faso_19843.gif

„Burkina“, merkir virðing, stolt eða frelsi á útbreiddasta máli landsins.
„Faso“ merkir jarðvegur eða jörð ferðranna á því máli sem er næstalgengast.
„Burkina Faso“ mætti þess vegna þýða sem „Frjálsa fósturjörð“. Nafnið ber vott um virðingu þjóðarinnar fyrir landi sínu.

Búrkína Fasó er lítið land miðað við önnur Afríkuríki.
Landið er sunnan við Sahara-eyðimörkina á svæðinu Sahel.

Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum í heimi. Samt sem áður eru þar að mörgu leyti betri lífsskilyrði en í mörgum öðrum fátækum löndum. Þetta er friðsamt land og ekki er mikið um mannréttindabrot. Gott samkomulag er milli þjóðflokkanna sem þar búa þrátt fyrir ólíkar hefðir og mismunandi tungumál. Fólk sýnir öðrum trúarbrögðum umburðarlyndi og býr saman í sátt og samlyndi. Stjórnvöld leitast við að beita lýðræðislegum vinnubrögðum. Þjóðin gerir sitt til að bæta umhverfi sitt og fjárhag landsins.

Þú getur aflað þér frekari vitneskju og leitað upplýsinga um landið og þjóðina með því að velja efnisflokkana sem nefndir eru hér á eftir. Þú finnur almennar landfræðilegar upplýsingar, m.a. um stærð landsins, fjárhag og lífskjör með því að smella.

Danska dagblaðið Jyllandsposten hefur komið ýmsum almennum upplýsingum um Búrkína Fasó fyrir á alfræðisíðum sínum - „Leksikon“.
Þær finnur þú hér:
http://www.jp.dk/cgi-bin/dbpublish.dll?page=jp-explorer/leksikon/artikel&art_id=997321

Utanríkisráðuneytið í Danmörku (Danida) hefur líka ýmsar tölulegar upplýsingar um Búrkína Fasó:
http://www.um.dk/udenrigspolitik/udviklingspolitik/landestrategier/burkina/burkina32.html

Ef þú vilt lesa meira á dönsku um landafræði, fjárhag og stjórnkerfi í Búrkína Fasó getur þú smellt á:
http://www.um.dk/udenrigspolitik/udviklingspolitik/landestrategier/burkina/

Þú getur líka fundið myndir frá Búrkína Fasó hér:
http://www.geocities.com/TheTropics/Cabana/3932/main.htm


Loftslag og gróðurfar

Í Búrkína Fasó er hitabeltisloftslag með miklum þurrkum og regntíma. Fjöldi mánaða með úrkomu og úrkomumagn breytist frá norðri til suðurs. Þess vegna er mikill munur á því hvaða jurtir vaxa á mismunandi svæðum.

Þú getur séð hvernig veðrið er í dag og veðurspána fyrir Ouagadougou. Athugaðu svo á morgun hvort hún var rétt. Veðurspáin er á ensku, en hún er auðskiljanleg:
http://weather.yahoo.com/forecast/Ouagadougou_HV_c.html

Frá því í nóvember og þangað til í mars er norðaustanvindur ríkjandi. Þessir vindar kallast „harmattan“. Vindurinn kemur frá Sahara, hann er þurr og ber fínt ryk inn yfir landið.


Í febrúar - mars hitnar mikið og liggur lægð yfir Sahara.
Lægðin dregur til sín rakt loft úr Gíneaflóanum. Það verður að suðvestan monsúnvindi. Hann færir með sér úrkomu, einkum í suðurhéruðum landsins. Monsúnvindurinn nær ekki alltaf alla leið inn yfir norðurhéruð Búrkína Fasó og það getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir það landsvæði.

Þar sem úrkoman getur verið mjög breytileg frá ári til árs, fylgjast menn áhugasamir með veðurútlitinu. Á þessari síðu sem er á frönsku finnur þú upplýsingar um úrkomu víðsvegar í landinu yfir nokkurra ára tímabil og samanburð við meðalúrkomuna:

http://ohraoc.orstom.bf/HTMLF/ETUDES/METEO/DECADES/PLDECAD.HTM

Ef ekki rignir mörg ár í röð er mjög hætt við því að eyðimörkin stækki til suðurs. Þessi stækkun eyðimerkurinnar hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fólkið í Búrkína Fasó.
Tafla yfir veðurfar í Ouagadougou:

Ouagadougou jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Meðalhiti C° 25 29 32 33 32 30 28 27 28 29 29 2
Úrkoma í mm 0 2 13 16 83 122 203 280 144 33 1 0
Dagar með úrkomu 0 1 2 3 6 9 11 14 10 4 1 1
Sólskinsstundir 277 252 281 250 264 241 227 177 213 287 202 280


Veðurfarstöflur segja ekkert um einstök ár, þar kemur fram meðaltal hita, úrkomu og úrkomudaga á 30 ára tímabili. Veðurfarstöflu eins og þessa frá Ouagadougou er hægt að setja upp í línurit sem auðvelt er að lesa.

Þessi krækja sýnir þér úrkomu- og hitalínurit frá ýmsum landshlutum. Á þeim sést greinilega hver munur er á norðurhéruðum og suðursvæðum Búrkína Fasó.
Á línuritunum sérðu kúrfur sem sýna bæði meðalhita og minnsta hita. Þegar ekki er skýjað verður mikill hitamunur dags og nætur. Í skýjuðu veðri er munurinn ekki nærri því svona mikill. Þó síðan sé á frönsku er hún auðakiljanleg.
http://www.fao.org/giews/french/basedocs/bkf/bkfmet1f.stm

Það gæti verið áhugavert að skoða gervitunglamyndir af skýjafarinu yfir Norður-Afríku fyrr í dag. Skoðaðu:
http://ca.weather.yahoo.com/graphics/european/unlabeled/satellite/africa.html

Berðu saman við aðra hluta Afríku:
http://www.acmad.ne/uk/



Atvinnulíf

Atvinnulífið líkist á mörgum sviðum atvinnulífi í öðrum þróunarlöndum. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá skiptinguna milli aðalatvinnuveganna. Svona töflu verður þó að taka með ákveðnum fyrirvara í Búrkína Fasó eins og í öðrum þróunarlöndum. Smákaupmenn, fólk sem stundar ýmsa framleiðslu í litlum mæli og fólk sem vinnur tímabundin störf er ekki talið með.

Hlutur þjóðarframleiðslu í %

 

1960

1965

1970

1980

1985

1993

Aðalatvinnuvegur (landbúnaður)

55

53

42

41

45

44

Annar aðalatvinnuvegur (iðnaður)

16

20

21

16

22

20

Þriðji aðalatvinnuvegur (þjónustustörf)

29

27

37

43

33

37



Þjóðir og tungumál

Margt fólk flytur til héraðanna um miðbik landsins og til suðvesturhéraðanna þar sem meiri möguleikar eru til landbúnaðar. Einkum er þéttbýlt í miðhéruðunum eins og sjá má af fólksfjöldakortinu hér fyrir neðan.

Í Búrkína Fasó býr ótrúlegur fjöldi þjóðernisbrota sem hvert um sig talar eigið tungumál. Sum tungumálin líkjast hvert öðru, önnur eru mjög frábrugðin. Við nefnum fólk frá Búrkína Fasó Búrkína, óháð því frá hvaða þjóðarbroti það er upprunnið.


Stærsti hópurinn eru Mossíar. Fyrir mörg hundruð áðum stofnuðu þeir eigið ríki (Sjá kafla um sögu Búrkína Fasó).
Tungumál Mossíanna og Gourmantché-fólksins heitir „more“. Það er einkum talað á miðsvæðum landsins og í austur hluta þess.
Næstútbreiddast er tungumálið „duala“, sem margir þjóðflokkar í austurhluta landsins tala. Það er líka algengt í kringum næst stærstu borgina Bobo Dioulasso.
Annað þjóðarbrot sem hér skal nefna er Peular (= Fulbernar, Ffulani eða Fulbé). Þeirra tungumál heitir fulani.
Á norðausturhorni landsins býr Tuareger-fólkið, stundum kallað eyðimerkurfólkið. Áður fyrr réði sá þjóðflokkur yfir öðrum þjóðflokki Bella-fólkinu. Það býr á sömu svæðum.

Á sumum svæðum eru ákveðnir þjóðflokkar ráðandi, en fólksflutningar hafa verið miklir og mjög algengt er að mörg þjóðarbrot búi á sama svæði eða í sama bæ. Þess vegna er líka algengt að fólk geti gert sig skiljanlegt á mörgum tungumálum.
Franska hefur verið valin opinbert mál og er einnig notuð í skólunum.
Þjóðirnar flytja sig ekki eingöngu til innan Búrkína Fasó. Fjölmargir búa einnig í nágrannaríkjunum.
Landamæri í Afríku fara sjaldnast eftir því hvar einstök þjóðarbrot búa.

Þú sérð hvað þetta er flókið ef þú smellir hér fyrir neðan. Þá sérðu kort með yfirliti yfir öll þjóðarbrotin.
http://www.ethnologue.com/show_map.asp?name=Burkina+Faso

Hér eru líka upplýsingar á ensku um einstök þjóðarbrot eða ættbálka sem búa í Búrkína Fasó.
Í textanum eru líka tölur sem sýna fjölda í nágrannalöndunum.
http://expedition.bensenville.lib.il.us/Africa/BurkinaFaso/ethnicgroups.htm

Þessi geysilega fjölbreytni gæti ef til vill leitt til ósamkomulags, en þolinmæðin er mikil og ólík tungumál, hefðir og trúarbrögð reka ekki fleig í samkomulagið.



Þróunaraðstoð

Landið Búrkína Fasó er háð þróunaraðstoð frá öðrum löndum.
Fátækt, fólksfjölgun, breytileg úrkoma og ágangur á náttúruna verða til þess að gera tilveruna erfiða fyrir fólkið sem þarna býr.
Frakkland leggur langmest til þróunarhjálparinnar. Önnur lönd sem leggja til hjálp eru Þýskaland, Holland, Ítalía og Danmörk.
Auk þeirrar hjálpar sem þessi lönd veita er einnig tekið við framlögum frá ýmsum alþjóðlegum sjóðum og samtökum.

Árið 1993 varð Búrkína Fasó eitt af „verkefnislöndum“ Danmerkur. Það eru þau lönd kölluð sem Danir hafa ákveðið að beina þróunarhjálp sinni sérstaklega til. Þróunaraðstoðin er skipulögð af Danida.


Í þessu þorpi er vatnsdæla sem tryggir nokkurn veginn hreint drykkjarvatn.

Danska þróunaraðstoðin beinist sérstaklega að orkumálum, vatnsbúskap og landbúnaði.
Auk þessa hefur Danmörk stutt kennslu í heilsugæslu, málefnum kvenna og bættum mannréttindum.

Önnur dönsk samtök sem taka þátt í þróunarstarfinu eru
Rauði krossinn og Neyðaraðstoð þjóðkirkjunnar.

Á þessari vefsíðu Danida má lesa á dönsku ítarlega texta með upplýsingum um þróunarskipulagið. Efnisyfirlitið gefur efnisflokka til kynna:
http://www.um.dk/udenrigspolitik/udviklingspolitik/landestrategier/burkina/

Nýjustu fréttir frá Danida:
http://www.um.dk/cgi-bin/um/bos/danidanyt/danidanyt.parser.pl?boskey=29&key=3&layout=danidanyt&loc=/html/um/layout/



Saga Búrkína Fasó

Sagan

Ekki er vitað hvenær maðurinn settist fyrst að í Búrkína Fasó, en fyrstu merki þess benda til að þar hafi fólk búið alveg eins lengi og í Danmörku, þ.e.a.s. frá fyrstu steinöld fyrir 10-12.000 árum. Á þeim tíma bjuggu samfélög veiðimanna og safnara á þessu svæði. En á næstu árþúsundum varð loftslagið þurrara og þurrgresjan í norðurhluta landsins varð að eyðimörkinni sem nú heitir Sahara. Smám saman komu fram bændur og hirðingjar. Í fyrstu lifðu samfélög þessi hlið við hlið en brátt voru dagar veiðimannanna taldir. Bændurnir boluðu þeim frá veiðilendunum til þess að geta tekið landið til ræktunar fyrir korn og aðrar afurðir. Bændurnir voru fjölmennastir og þeir voru líka best vopnum búnir. Þeir kunnu nefnilega að nýta sér járn, ekki aðeins í verkfæri til jarðyrkju heldur einnig til vopnasmíði og vopn þeirra voru miklu áhrifaríkari en steinvopn hinna.
Ekki er margt vitað um hvernig lífið var á tímabilinu frá fornöld í Evrópu, þ.e.a.s. frá árinu 500 fyrir okkar tímatal og til loka miðalda um 1400. Vitað er að konungsríki hafa bæði risið og hnigið í nágrannalöndunum en ekki er vitað hvernig lífið þróaðist í Búrkína Fasó, það er ekki einu sinni vitað með vissu hvort þar bjó fólk. En undir lok 15. aldar má gera sér hugmynd af lífi fólks á svæðinu. Ekki var til neitt ritmál svo frásagnir og þjóðsögur hafa lifað í munnlegri geymd afrísku sögumannanna í mörghundruð ár. Til þess að skilja sögu Búrkína Fasó er mikilvægt að vita að þar bjuggu - og búa enn - margir ólíkir þjóðflokkar sem hafa ólík trúarbrögð, tungumál og lífshætti. Stærsti hópurinn er Mossi-þjóðflokkurinn, honum tilheyrir um helmingur íbúanna. Hjá þeim þjóðflokki er hefð fyrir árangursríkum stjórnarháttum, en mörg önnur minni þjóðarbrot í vestri og suðri eiga ekki slíkar hefðir.

Nýlendutíminn:

Á árunum um 1500 fóru Evrópubúar að leggja undir sig nýlendur í Afríku og Ameríku. Á næstu öldum þar á eftir markaði nýlendustefnan spor í sögu þessa heimshluta og þarmeð einnig sögu Búrkína Fasó. Þrælasala var ríkur þáttur á fyrri hluta nýlendutímans. Vestur-Afríka fór ekki varhluta af þessum viðskiptum. Áhugi Frakka á svæðinu sem síðar varð Búrkína Fasó vaknaði þegar vísindamenn tóku sér fyrir hendur ferðalög frá ströndinni og inn í landið eftir fund sem haldinn var í Berlín í Þýskalandi 1884-85, þar sem leiðandi þjóðir í Evrópu skiptu Afríku milli sín (sjá kort). Frakkland náði brátt hervaldi yfir vestur- og suðurhluta svæðisins. Það reyndist þeim auðvelt vegna innbyrðis óeiningar ættflokkanna sem þar bjuggu. Með litlum tilkostnaði mátti egna einn hópinn gegn öðrum og gera síðan samkomulag um hervernd Frakka. Við og við varð þó að beita hervaldi, t.d. þegar borgin Ouagadougou var unnin árið 1897.



Í upphafi var Búrkína Fasó hluti stórrar franskrar nýlendu. Árið 1919 var ákveðið að landið væri sjálfstæð nýlenda og hét þá Efri Volta. Eftir seinni heimstyrjöldina varð Efri Volta nokkurs konar fjarlæg hjálenda Frakka í Vestur-Afríku og fékk ákveðið sjálfstæði. Landinu stjórnaði franskur landsstjóri en Afríkumenn fengu leyfi til að taka þátt í ýmsum nefndum sem lögðu honum til ráð. Með þessu hófst nútímalegt stjórnskipulag. Upp úr 1950 varð ljóst að dagar Frakklands sem nýlenduveldis í Vestur-Afríku voru taldir. Það var þó ekki átakalaust, upp kom fjöldi ágreiningsmála milli stjórnmálaflokka og trúflokka og Mossí-fólkið reyndi að ná sem mestum völdum. Ýmis öfl reyndu að sameina hin ólíku svæði í eitt ríki, en þessu lauk með því að Efri Volta lýsti yfir sjálfstæði sem lýðveldi með eiginn fána og þjóðsöng 11. desember 1959. Formlegt sjálfstæði varð að veruleika í ágúst árið eftir og uppbygging Búrkína Fasó eins og landið er nú gat hafist.

Tíminn í kjölfar sjálfstæðisins

Þeim tíma sem liðinn er frá því að sjálfstæði var lýst yfir má skipta í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið frá 1960 til 1983 reyndu stjórnir af ýmsum toga að byggja upp nútíma ríki. Í Búrkína Fasó, eins og í mörgum öðrum Afríkulöndum, gegndi herinn ákveðnu hlutverki og tók margsinnis völdin með því að gera stjórnarbyltingu. Það gerðist einnig árið 1983 eftir langt óróatímabil og þá sló í fyrsta sinn í blóðuga bardaga. Nýi forsetinn Sankara talaði um nýja tíma, hann sagði að fátækt og ofsótt fólk í bæjunum, en einkum á landsbyggðinni ætti að öðlast aukin áhrif og landið í heild að losna undan nýlenduokinu. Menn ættu að reiða sig á eigið afl og möguleika og ekki að byggja á utanaðkomandi aðstoð. Ári síðar fékk landið opinberlega það nafn sem það ber nú - Búrkína Fasó þýðir „land hinna réttlátu“. Hugmynd Sankara var að flýta uppbyggingu Búrkína eins og hægt var, en þrátt fyrir að hann stofnaði til margvíslegra umbótaverkefna m.a. með stofnun skóla og heilsugæslustöðva í þorpunum átti hann marga óvildarmenn í þessu sundraða landi. Árið 1987 var hann myrtur þegar núverandi forseti, Compaoré náði völdum í stjórnarbyltingu. Nú hófst nýtt tímabil í lífi hinnar ungu þjóðar.


Á árunum upp úr 1980 urðu miklir þurrkar í Búrkína Fasó, eyðimörkin breiddi úr sér og hungursneyð ógnaði íbúunum. Þróunaraðstoð vestrænna þjóða var í auknum mæli skilyrt lýðræðislegri þróun og baráttu gegn spillingu, slæmum stjórnendum o.fl. Næstu ár á eftir var þróunin í Búrkína Fasó hæg; en árið 1991 voru samþykkt ný stjórnskipunarlög sem áttu að ryðja brautina fyrir aukið lýðræði. Í árslok ákvað Compaoré að boða til forsetakosninga eftir stutt tímabil bráðabirgðastjórnar í því augnamiði að ná fram „þjóðarsátt“. Meirihluti stjórnarandstöðunnar hunsaði kosningarnar og trúði ekki á loforð Compaorés. Aðeins 25% atkvæðisbærra greiddu atkvæði.
Fram á síðustu ár hefur Búrkína Fasó smám saman tekið skref til aukins lýðræðis. Leiðin hefur ekki verið greið en árangurinn hefur verið svo góður að landið er nú „undir verndarvæng“ vestrænna ríkja. Það hefur verið mikil þátttaka í kosningum. Fyrri forseti, sá sem var myrtur, á sér enn sína stuðningsmenn en samt lítur út fyrir að Compaoré sé tryggur í valdastól.

Nýlendustefna

Landafundirnir miklu á 15. og 16. öld lögðu grunn að nýlenduveldum í flestum heimshlutum. Í Afríku voru það í upphafi fyrst og fremst strandhéruðin sem gerð voru að nýlendum. Þannig var grunnur lagður að einu horninu í svokölluðum verslunarþríhyrning.
Helstu nýlenduveldin voru í byrjun England, Portúgal og Spánn. Þau réðu yfir öflugum flota sem gat siglt um heimshöfin.
Á næstu öldum varð verslunarþríhyrningurinn til og náði til heimshlutanna þriggja. Ódýrar vörur, vopn og vefnaðarvörur voru flutt frá Evrópu til hinna nýfundnu landa í Vestur-Afríku. Með þeim var greitt fyrir þræla sem fangaðir voru og sendir með skipum til Ameríku þar sem plantekrueigendur keyptu þá. Þrælarnir unnu á bómullar-, sykurreyr- og tóbaksökrum. Þessar vörur voru svo sendar til Evrópu þar sem þær voru fullunnar í efni og fatnað, vindla og píputóbak. Þannig má hugsa sér ferðir um heimshlutana þrjá í nokkurs konar þríhyrning. Danir tóku þátt í þessum flutningum. Danska nýlendan við Gullströndina (þar sem nú heitir Ghana) var um árabil miðstöð þrælaverslunar við danskar nýlendur í Vesturindíum. Þessar nýlendur voru síðar seldar Englendingum.

Það var ekki fyrr en um 1870 sem kerfisbundinni verslun með þræla var hætt í Vestur-Afríku. Áhugi Evrópumanna af öðrum toga vaknaði nú á þessum heimshluta. Skoðaðu kort af "Nýlenduveldum í Afríku"

Landkönnuðir fóru lengra og lengra inn í landið. Smám saman var nú einnig farið að rækta jörðina og vinna mikilvægt hráefni úr jörðu. Þeir sem fyrstir komu eignuðust rétt á viðkomandi svæðum. Afríkubúar gátu lítið gert gegn hervaldi Evrópumanna. Af og til sló í brýnu milli Evrópulandanna um rétt til yfirráða á landssvæðum í Afríku. Til að komast hjá stríðsátökum kallaði Bismarck, kanslari í Þýskalandi nýlenduveldin til fundar í Berlín haustið 1884. Þar komust menn að samkomulagi um reglur um skiptingu Afríku - en heimamenn voru hins vegar ekki spurðir! Á fáum árum yfirtóku Evrópuþjóðir þannig næstum allt landsvæði í Afríku. Þar voru Englendingar og Frakkar í fararbroddi. Önnur nýlenduveldi í Evrópu voru Belgía, Ítalía, Spánn, Þýskaland og Portúgal.
Heimstyrjaldirnar, sem einnig voru nýlendustríð, breyttu ýmsu á Afríkukortinu á þessari öld, en það var ekki fyrr en við lok 6. áratugarins sem sjálfstæðið steig sín fyrstu spor í Afríku. Rótttækar breytingar urðu og þrátt fyrir mikil áhrif frá Evrópu voru landamæri víða dregin eftir fyrri nýlendum. Þjóðarbrot sem áður höfðu mikil tengsl voru aðskilin með landamærum, en önnur sem áttu í erjum, urðu íbúar sama lands. Þetta hefur leitt til mikilla átaka og stofnað til styrjalda fram á okkar tíma.

Verslun með þræla

Verslað var með þræla löngu áður en Evrópubúar komu til Afríku. Í stríðum og erjum þjóðflokka var litið á fanga sem herfang og þeir voru m.a. seldir arabískum þrælasölum. En í 300 ár eftir að fyrstu Evrópubúarnir komu til Afríku var verslun með þræla skipulagður atvinnuvegur. Mikill skortur var á vinnuafli í nýja heiminum, í Ameríku. Indíánarnir réðu ekki við erfið lífsskilyrði á risastórum plantekrunum og þannig var fyrsta skrefið stigið til þrælainnflutnings frá Afríku. Frá því um1500 og til 1870 voru margar milljónir afrískra þræla sendir með skipum til Ameríku. Talið er að allt að 20 milljónir þræla hafi verið sendir á skipum til Ameríku. Þótt aðeins sé skoðað tímabilið frá 1700 til 1800 voru um 7 milljónir þræla fluttir til Ameríku, þar af um 3 milljónir til Brasilíu einnar. Á sama tíma voru einnig fluttir þrælar til Asíu og Arabíu. Þangað var send um 1 milljón þræla.
Verslun með þræla hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir blökkumenn í Afríku. Sum héruð lögðust alveg í eyði þegar þrælasalar brutu sér leið með valdi. Þúsundir þorpa voru brennd til grunna, akrar eyðilagðir og kvikfé slátrað. Þrælasalarnir leituðu ungra karla og kvenna en börn og gamalmenni voru skilin eftir og þeirra beið hungurdauðinn. Einnig urðu skotvopn algeng. Ættbálkarnir sem höfðu mest tengsl við Evrópubúa gátu nú með þessum vopnum náð völdum yfir aðra ættbálka. Afleiðingin varð að hernaðarástand og ókyrrð ríkti víða í Afríku.


Einnig má geta þess að frá upphafi var litið á þræla sem verslunarvöru. Ekki var litið á þá sem fólk, heldur mátti fara með þá eins og skepnur, já oft verr. Þeir voru hlekkjaðir, brennimerktir og lamdir með svipum, margir þrælar dóu vegna ómannúðlegrar meðferðar - á skipsfjöl, ef þeir reyndu að flýja eða vegna ofbeldis sem þeir voru beittir. Þrælaverslunin er mikilvæg ástæða þess að upp risu fordómar gegn Afríkubúum, fordómar sem enn þann dag í dag koma fram í kynþáttahatri í mörgum löndum.
Það var ekki fyrr en um 1870 sem skipulögð verslun með þræla var aflögð, en afleiðingarnar má enn sjá í Afríku nútímans.

Trúarbrögð

Í Búrkína Fasó eru mörg ólík trúarbrögð. Þegar rætt er um hefðbundin trúarbrögð er „andatrúin“ svonefnda oft nefnd til sögunnar. En í trúarbrögðunum felst margt fleira en andatrúin. Í flestum trúarbrögðum í Búrkína Fasó trúa menn á einn skapara alheims. Evrópumenn hafa misskilið þetta og talið að um marga mismunandi guði væri að ræða. Sú trú er algeng að mennirnir geti ekki lengur nálgast þann guð sem skapaði jörðina og lífið. Þess vegna eru notaðir helgisiðir, fórnir, grímudansar og annað þess háttar til að ná til guðs. Það getur verið til að biðja um góða uppskeru, lækningu sjúkdóma eða til að tryggja frjósemi. Þó að bæði kristni og íslam séu til staðar - reiknað er með að u.þ.b. 12% þjóðarinnar séu kristin og u.þ.b. 35% múslimar - eiga hefðbundin trúarbrögð enn rík tök í þjóðinni. Sambandið við forfeðurna er mikilvægur þáttur í trúarbrögðum Búrkína og verndargripir eru mikilvægir. Þetta á bæði við um áhangendur hefðbundinna trúarbragða og þá sem snúist hafa til "nýrrar" trúar, íslams og kristni. Þrátt fyrir þessi ólíku trúarbrögð ríkir mikil víðsýni um slík mál í Búrkína Fasó, jafnvel er hægt að fylgja ákveðnum stefnum innan hinna mismunandi trúflokka. T.d. eru til múslimar sem fullyrða að ekki skuli leita Múhameðs í Mekka heldur í Bani.

Mossi-þjóðflokkurinn

Talið er að Mossi-þjóðflokkurinn komi frá svæðinu umhverfis Tchad-vatnið og að Berbaþjóðflokkar hafi rekið hann þaðan í vesturátt. Mossi-fólkið settist að við ána Níger en tók sig upp aftur og hélt áfram inn í norðurhéruð Ghana á 11. öld. Fólkið settist að í litlum bæ sem hét Gambaga, og gerði hann að höfuðstað sínum. Þaðan stjórnuðu margar kynslóðir konunga sem kallaðir voru Nedega. Þeir voru valdamiklir á 12. og allt til 14. aldar. Þeir náðu völdum í nágrannahéruðunum þar sem nú er Búrkína Fasó þar sem upphaflegu íbúar landsins áttu heima. Þessum árangri náður þeir m.a. með því að nota harðskeytt riddaralið. Slíkt var áður óþekkt.
Undir lok 15. aldar var grunnurinn lagður að veldi Mossí-fólksins. Þeir bjuggu við skilvirkt þjóðfélagsskipulag, höfðu sterkan her og gátu staðið gegn öllum utanaðkomandi árásum og innbyrðis ósætti í næstu aldir - já alveg fram undir upphaf nýlendustjórnar frakka. Hvernig gat það verið? Skýringin er sú að auk góðra vopna og skjótra hesta bjuggu þeir yfir þekkingu á nýjum stjórnarháttum. Menn gerðu upp sakir við fyrri skilning á guðdómlegu valdi. Nú var einn almáttugur guð Wende - stríðsguðinn, og valdið skilgreint á nýjan hátt: Nú voru fjölskyldan og þorpið ekki lengur grundvöllur valdsins heldur guðdómlegur kraftur Naam - vald þess guðs sem leyfir einum manni að ráða yfir öðrum. Og þetta vald höfðu aðeins þeir sem skipulagt höfðu veldi Mossí-ættbálksins. Mossí-fólkinu tókst að fá aðra þjóðflokka í nágrenninu til samstarfs, þeim tókst að sannfæra nágranna sína um að nýja samfélagið - ríkið - gæti verndað þá fyrir öðrum óvinum. Fólkið fékk frið til að lifa lífi sínu, stunda verslun og rækta jörðina. Það fékk að halda tryggð við guð sinn Tenga, guð jarðarinnar og eldingarinnar. Tenga bjó yfir því afli sem nauðsynlegt er frjóseminni. Þannig hafði Mossí-fólkið tryggt sér nauðsynlegt lífsviðurværi. Bændur báru mikla ábyrgð að þessu leyti og næstu aldir liðu í góðri samvinnu við Mossí-fólkið.
Á 500 ára tímabili urðu ólík þjóðarbrot innan ríkis Mossía að einni þjóð Moogo („heimurinn“) sem telur u.þ.b. 5 milljónir. Ekki er um að ræða eitt ríki heldur samband 19-20 konungsríkja. Þarna gat fólk búið við öryggi en í jaðarbyggðunum var mikið um erjur þjóðflokka. Það varð m.a. til þess að Frökkum varð svo auðvelt sem raun ber vitni að vinna sér nýlendur í Afríku í lok 19. aldarinnar.


Um rík og fátæk lönd


Vissir þú þetta?:

  • Það myndi kosta 390 milljarða ísl. kr. að veita öllu fólki í þriðja heiminum grunnskólamenntun.
  • Það myndi kosta 590 milljarða ísl. kr. að veita öllu fólki í þriðja heiminum nægt vatn og almennilega heilbrigðisþjónustu.
  • Það myndi kosta u.þ.b. 850 milljarða ísl. kr. að tryggja að allt fólk í þriðja heiminum fengi nauðsynlega fæðu og næringarefni.
  • Í Ameríku og Evrópu nota menn samtals u.þ.b. 800 milljarða ísl. kr. á ári ilmvötn og snyrtivörur.
  • Ameríkanar og Evrópubúar notuðu samtals meira en 1.100 milljarða íslenskra króna í fóður handa gæludýrum árið 1997.
  • Evrópubúar reykja fyrir 3.300 milljarða íslenskra króna á ári.
  • Evrópubúar átu fyrir 2.700 milljarða íslenskra króna árið 1997.
  • Í heiminum öllum eru 51.380 milljarðar íslenskra króna á ári notaðar í hernað.


10-ára áætlun um skólamál

1997-2006

10. desember samþykktu ráðherrar Búrkína Fasó þessa tíu ára áætlun um skólastarf í landinu.

Áætlunin byggir á sjö meginþáttum (verkefnum), sem hafa eftirfarandi markmið:

  • Forskólakennsla á að aukast úr 0,84 % eins og er nú í 4 % árið 2006
  • Þeim sem ganga í grunnskóla á að fjölga úr 39% úr árgangi eins og nú er - upp í 60% árið 2006
  • Lestrarkunnátta á að fara úr 20% í 40% á tímabilinu.
  • Fjöldi þeirra sem ganga í framhaldsskóla á að fara úr 10% í 25% á tímabilinu.
  • Tvöfalda á fjölda námsleiða á framhaldsskólastigi.
  • Áætlunin hefur í för með sér kostnað sem nemur um 70,5 milljörðum íslenskra króna.


Ítarefni um Afríku


Alex, Ben. (1987). Chebet og týndi kiðlingurinn.
Reykjavík: Bókaútg. Salt. (Börn um víða veröld). Saga um Afríkustúlkuna Chebet, sem fer að leita að kiðlingnum sínum og lendir í ýmsum ævintýrum. Bók fyrir yngstu lesendurna.

Arngunnur Ýr Gylfadóttir. (1997).
Tígrisdýrið og vindhviðan mikla.
Reykjavík: MM. Gamalt ævintýri frá Afríku endursagt og myndskreytt af höfundi. Stórt og greinilegt letur.

Blixen, Karen. (1986).
Jörð í Afríku. Reykjavík: Uglan. Sagan segir frá ævintýralegu lífi höfundar í Afríku á árunum 1913 - 1931.

Boucher, Alan. (1971). Við sagnabrunninn : sögur og ævintýri frá ýmsum löndum. Reykjavík: MM, s. 239-250. Ævintýri frá Vestur-Afríku.

Clarke, Mollie og Darwin, Beatrice. (1974).
Congo boy : an African folk tale. New York: Scholastic. Skólaútgáfa, einfaldur texti.

Gillon, Werner. (1986). A short history of African art.
Penguin: Harmondsworth. Saga myndlistar í Afríku, m.a. fjallað um leirlist, útskurð og hellamyndir.

Heimsatlas Máls og menningar : landabréfabók 21. aldarinnar. (1998). Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson. Reykjavík: MM,
s. 68-85.

Huxley, Elspeth. (1977). Livingstone og Afríkuferðir hans.
Reykjavík: ÖÖ. Ævisaga Livingstones segir m.a. frá trúboðsferðum
hans, baráttu gegn þrælaverslun og landkönnun í Afríku.


Jóhanna Kristjónsdóttir. (1989). Dulmál dódófuglsins : á ferð með augnablikinu um fjarlæg lönd. Reykjavík: Vaka-Helgafell, s. 17-28.
Bókin segir frá ferðalögum höfundar um framandi lönd, m.a. Afríkuríkinu Rúanda. Aftast í bókinni eru kort og upplýsingar um löndin sem koma fyrir í bókinni.

Lykkenborg, Liv Riktor. (1993). Mokoka. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Bókin segir frá stúlkunni Mokoka í Zambíu og lesandinn fylgir henni frá bernskuárum fram á fullorðinsaldur. Sagan hentar yngri lesendum og hæglæsum.


Makeba, Miriam. (1988). Sangoma.
[án útgst.]: Warner Bros Records. 1 geisladiskur. Bæklingur fylgir með.
Þjóðlög frá Suður - Afríku.

Margrét Margeirsdóttir. (1994). Paradís ferðamannsins Suður-Afríka : land mikilla örlaga. Reykjavík: Skjaldborg. Ferðasaga frá Suður - Afríku, ásamt ýmsum fróðleik um land og þjóð.

Namibía. (2000). Smárit ÞSSÍ. Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Reykjavík.

Newby, Eric. (1982). Könnunarsaga veraldar. Reykjavík: ÖÖ.
Veraldarsaga landafunda og landkönnunar .

Newton, Alex. (1996). Central Africa : a travel survival kit.
Hawthorn: Lonely Planet. Ferðahandbók.


Newton, Alex og Else, David. (1995). West-Africa : a lonely planet survival kit. Hawthorn: Lonely Planet. Ferðahandbók.

Olderogge, Dmitry og Forman, Werner. (1969). Negro art.
London: Hamlyn. Myndir af afrískum listmunum með skýringum.


Parrinder, Geoffrey. (1997). African mythology.
London: Chancellor. (Library of the world´s myths and legends).


Rice, Bill R. (1977). Á veiðiferðum í Afríku.
Reykjavík: Blaða- og bókaútgáfan.

Simensen, Jarle og Tägil, Sven. (1994). Saga mannkyns 16 : veröldin breytist. Kópavogur: AB, s. 166-181. Stjórnmál og efnahagsmál Afríku.

Stefán Jón Hafstein. (1991). Guðirnir eru geggjaðir : ferðasaga frá Afríku. Reykjavík: MM. Ferðasaga og þjóðarlýsing höfundar, sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu og Súdan.


Söguatlas : mannkynssaga í máli og myndum. (1992).
Umsjón með ísl. útgáfu Tryggvi Jakobsson og Bogi Indriðason. Reykjavík: Námsgagnastofnun.


Tembo, Mwizenge. (1996). Legends of Africa.
New York: Friedman/Fairfax. Goðsagnir og þjóðsögur.

The music of South Africa. [á.á.].
London: World music network. 1 geisladiskur. Þjóðlög frá S - Afríku.

Vogt-Nielsen, Karl. (1986).
Afrika lever : en anderledes rejseguide om Burkina Faso og Elfenbenskysten. København: Nasala. Ferðahandbók.

Myndbönd um Afríku í Kynningarskrá Námsgagnastofnunar.

Upplýsingar um heimildir eru fengnar frá bókasafnskerfinu Feng, sem inniheldur skrá yfir gögn almennings- og skólasafna.




ENDIR