Leikreglur: Markmið leiksins er að fá þrjá spilapeninga í röð, lárétt, lóðrétt eða á ská. Tveir leika og fær hvor þeirra tíu spilapeninga, annar bláa, hinn rauða. Rauður byrjar. Sá sem á leik smellir á hnappinn neðst á leikvélinni. Vélin velur tölur. Leikmaður smellir á lausan reit sem sýnir margfeldi talnanna. Ef smellt er á réttan reit er spilapeningnum komið fyrir á reitnum. Ef talan er röng hverfur spilapeningurinn. Ef leikmanni tekst að fá þrjá í röð fær hann gylltan hlut á bílinn sinn. Sá vinnur sem fyrstur fær tíu gyllta hluti.

Stillingar:
Hægt er að velja hvort dæmin eru sýnd með kubbum. Það er stuðningur fyrir þá sem eru ekki öruggir á margföldunartöflunni. Þeir geta þá talið kubbana.
Í fyrsta þrepi eru báðar tölur á bilinu 1 til 5.
Í öðru þrepi er fyrri talan á bilinu 2 til 10 en hin síðari á bilinu 2 til 5.
Í þriðja þrepi snýst þetta við.
Í fjórða þrepi eru báðar tölur á bilinu 4 til 9.