9 Til upplýsingar Staðreyndir um ofbeldi í samböndum •• Um 9,4% íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 16 til 24 ára sögðust hafa verið sannfærðir, þvingaðir eða neyddir af einhverjum til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Í um 27% tilfella var gerandinn kærasta eða kærasti og í um 55% tilfella var gerandinn vinur eða kunningi.1 •• Um 13% stúlkna og 2,8% drengja í framhaldsskóla á aldrinum 16-24 ára segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. 1 •• Rúmlega 31% íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 16 til 24 ára segjast einu sinni eða oftar hafa stundað kynlíf sem þeir sáu eftir daginn eftir.1 •• Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem beita ofbeldi í samböndum byrja oft á unglingsaldri, algengt er að gerandinn sé fimmtán ára þegar ofbeldi er fyrst beitt.2 •• Árið 2011 leituðu alls 299 konur til Kvennaathvarfsins í Reykjavík og þar dvöldu 107 konur og 67 börn vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis í sambandi.3 •• Árið 2011 leituðu 593 einstaklingar til Stígamóta og af þeim voru 278 einstaklingar að leita aðstoðar í fyrsta skipti.4 •• Í rannsókn sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið lét gera árið 2008 kom fram að 22% kvenna sögðust hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Þar af sögðust 1,6% eða um 1800 konur hafa orðið fyrir ofbeldi á síðastliðnu ári.5 •• Um 26%, sem höfðu orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, sögðust hafa verið í lífshættu við síðasta ofbeldisatvikið og 41% að sér hefði verið unnið líkamlegt mein.5 •• Aðeins 13% þeirra kvenna sem voru beittar ofbeldi höfðu tilkynnt atvikið til lögreglunnar.5 •• Um 19% svarenda höfðu upplifað ofbeldi þar sem fyrrverandi maki var gerandi. Um 5% svarenda höfðu upplifað ofbeldi í núverandi nánu sambandi. 5 •• Niðurstöður sýna að konur á öllum aldri hafa verið beittar ofbeldi. Þó eru konur á aldrinum 18–24 ára líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi en þær sem eldri eru.5 •• Árin 2006 og 2007 kom 51 einstaklingur á aldrinum 13-17 ára á Neyðarmóttöku vegna nauðgana og 82 á aldrinum 18-25 ára. Þetta eru um 70% allra þeirra sem þangað leita. 6 1. Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining. Könnun á kynferðislegri misnotkun gegn börnum á Íslandi: Niðurstöður. (2007). http://www.bvs.is/ files/file539.pdf 2. J.Henton, R. Cate, J. Koval, S. Lloyd, and S. Christopher, “Romance and Violence in Dating Relationships,” Journal of Family Issues 4, no 3 (1983): 467-82. 3. Samtök um Kvennaathvarf. Árskýrsla 2011. http://www.kvennaathvarf.is/media/arsskyrslur/arsskyrsla+2011.pdf 4. Stígamót. Árskýrsla 2011. http://www.stigamot.is/files/Stigamot_Arsskyrsla_2011.pdf 5. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd. Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi. (2008).http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/Samantekt_um_rannsokn_a_ofbeldi_gegn_konum.pdf 6. Upplýsingar frá Neyðamóttöku vegna nauðgana. – T
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=