Örugg saman - nemendahefti

7 Ofbeldi í nánum samböndum Dæmisaga 1: Kristín og Jói Kristín og Jói hafa verið saman í nokkrar vikur. Jóa líkar vel við Kristínu en hann er ekki ástfanginn. Hann langar að vera með annarri stelpu sem er með honum í heimilisfræði. Þegar hann segir Kristínu að hann vilji ekki lengur vera með henni verður hún reið. Svo fer hún að gráta. Jóa finnst þetta óþægilegt, hann veit ekki hvað hann á að segja en hann vill ekki vera með henni lengur. Dæmisaga 2: Sigrún og Skúli Sigrún á margar góðar og nánar vinkonur. Henni finnst gaman að fara með þeim í bíó eða hanga saman heima hjá einhverri þeirra. Fyrir þremur mánuðum kynntist hún Skúla, þau urðu ástfangin og eru saman öllum stundum. Vinkonum Sigrúnar líkar vel við Skúla en þær sakna þess að vera stundum einar með Sigrúnu. Sigrúnu langar líka að geta stundum verið ein með vinkonum sínum. Í hvert sinn, sem hún segir Skúla að hún ætli að hitta þær, segir Skúli henni hversu mikið hann eigi eftir að sakna hennar þegar hún er ekki með honum og hann vilji alltaf hafa hana hjá sér. Sigrún elskar Skúla og vill ekki særa hann. Þess vegna fær hún svo mikið samviskubit við tilhugsunina um að Skúli verði einn að hún getur ekki hitt vinkonur sínar, þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundir. Verkefni 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=