Örugg saman - nemendahefti

26 Öryggisráðin átta Það sem þið getið gert til að virða óskir þess sem þið eruð með: 1. Virðið tilfinningar og óskir þess sem þið eruð með og hvar sá aðili setur mörkin í kynferðislegum efnum. 2. Takið eftir allri líkamstjáningu þess sem þið eruð með. 3. Gætið ykkar á eigin staðalímyndum um kynin. 4. Hættið áleitninni ef sá eða sú sem þið eruð með segir nei eða er eitthvað hikandi. Það sem þið getið gert til að verja ykkur gegn kynferðisofbeldi: Byrjið að hitta nýjan kærasta eða kærustu með vini eða vinkonu eða verið með vinahóp. 5. Verið með það á hreinu hvar þið setjið mörkin í kynferðislegum efnum. Látið hinn aðilann ekki vera í neinum vafa um hvar þessi mörk eru ef á reynir. 6. Treystið tilfinningum ykkar og eðlisávísuninni. Ef ykkur líður illa á einhvern hátt eða eruð eitthvað óróleg er best að fara burt á öruggan stað eða hringja í einhvern sem þið treystið og biðja viðkomandi að sækja ykkur. 7. Verið á varðbergi ef sá eða sú sem þið eruð með hefur mjög fastmótaðar staðalmyndir af kynjunum og hvernig þau eigi að hegða sér. Til upplýsingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=