Örugg saman - nemendahefti

23 L: Já, þú ert kærastinn minn. Hvað meinarðu þegar þú segir „Hvað um mig?“ Finnst þér ég ekki veita þér nógu mikla athygli? M: Uuuuu, nei, eða já, uuuu, ég veit það ekki. Mér leið aldrei svona í sumar en síðan skólinn byrjaði hefur þú verið að gera svo margt annað. Ég hugsa stundum um hvort þú hafir enn áhuga á mér. L: Ég elska þig. Ég hef ekki áhuga á neinum öðrum, hvorki Daníel né neinum öðrum. Við Daníel höfum aldrei hist nema út af leiklistinni. Ég veit alveg að ég hef mikið að gera en þetta eru allt hlutir sem ég hef mikinn áhuga á. M: Ég veit. En ég þarf að vita og finna að þú viljir vera með mér og hafir tíma fyrir mig. L: Mér heyrist að við viljum bæði það sama. Ég vil að þér finnist ég vera kærastan þín og að ég sé til staðar fyrir þig. En ég vil ekki hætta í leiklistinni. Hvað getum við gert í þessu? M: Hættið þið alltaf snemma á föstudögum? L: Nei, en ég get hitt þig á föstudagskvöldum og um helgar. M: Já, og við getum kannski talað oftar saman í síma á virkum dögum. L: Einmitt. Mamma og pabbi vilja að ég borði kvöldmat með þeim en kannski geturðu komið stundum til mín eftir mat eða jafnvel borðað með okkur. M: Sko, Lena, fyrirgefðu að ég æsti mig svona. Ég ætlaði ekki að öskra á þig. Ég treysti þér og ég veit að við getum fundið næg tækifæri til að hittast. Hélt ró sinni Spurði spurninga Útskýrði sínar skoðanir og tilfinningar Kom með hugmyndir að lausnum sem gætu komið til greina Hélt ró sinni Spurði spurninga Útskýrði sínar skoðanir og tilfinningar Kom með hugmyndir að lausnum sem gætu komið til greina HÚN HANN Gátlisti: Merkið við hvaða samskiptafærni viðkomandi persóna notaði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=