Örugg saman - nemendahefti

22 Samtal Lenu og Magnúsar Lena og Magnús hafa verið á föstu í 6 mánuði. Þau kynntust í apríl. Þau eru bæði í 10. bekk. Í allt sumar hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau fóru saman í sund og gönguferðir. Þau fóru saman í búðir og bíó. Bæði Lena og Magnús eru sammála um að þetta hafi verið besta sumar sem þau hafi lifað. Nú er komið haust og skólinn er byrjaður. Lena er í leiklistarhópnum sem tekur þátt í Skrekk. Magnús er mjög stoltur af henni þar sem skólanum hefur alltaf gengið vel í Skrekk og það er heiður að vera valinn í hópinn sem tekur þátt í keppninni. Það hefur verið mikið að gera hjá Lenu alla vikuna. Eftir skóla eru tveggja tíma æfingar. Í dag er föstudagur og þau fengu að fara snemma heim. Lena flýtti sér heim og hringdi í Magnús og bað hann að koma til sín. Magnús var ánægður með hvað Lena var búin snemma og fór strax til hennar. Magnús (M) og Lena (L). M: bankar. L: (kemur til dyra og sér Magnús): Hæ! Gaman að sjá þig. (Þau fara saman inn til Lenu og setjast niður). M: Gaman að sjá þig líka. Það var svo gaman hjá okkur í sumar en núna hefur þú alltaf svo mikið að gera að ég sé þig næstum aldrei. L: Já, ég veit. Ég hef voða lítinn tíma. Ég sakna þín líka en það er ótrúlega gaman að æfa fyrir Skrekk. Við erum að læra svo margt nýtt. Ég get ekki beðið eftir fyrstu sýningunni! Þú verður svo stoltur af mér. M: Ég er stoltur af þér. L: En bíddu bara þangað til þú sérð mig. Ég er að æfa atriði með Daníel. Hann er ótrúlega sterkur. Hann lyftir mér upp og heldur mér uppi heillengi. M: Daníel? L: Já, hann er einn af strákunum sem er að æfa með mér. M: Ég er nú frekar sterkur, kannski ég ætti að taka þátt í Skrekk? L: (hlær) Magnús, það þarf að vera meira en sterkur. Daníel er búinn að æfa fimleika síðan hann var lítill og hefur verið í leiklist lengi og er ótrúlega hæfileikaríkur. Þess vegna finnst mér skrýtið að hann skuli segja að ég sé góð þegar það er hann sem er svo góður. M: (æpir) Daníel, Daníel, Daníel. Geturðu ekki talað um neitt annað? Ertu kannski hrifin af honum, er það málið? Viltu frekar vera með honum en mér? L: (langar að æpa á móti en dregur í staðinn djúpt andann, bíður aðeins og lítur svo á Magnús) Magnús, af hverju ertu svona reiður? M (öskrar): Af hverju er ég reiður? (Stendur upp af stólnum.) Af hverju er ég reiður? Þú ert ótrúleg. Þú hittir mig aldrei en leyfir öðrum strák að halda þér uppi, káfa á þér og svo spyrðu af hverju ég sé reiður. L: (andar aftur djúpt og gætir þess að hækka ekki róminn) Magnús, ég ætla ekki að hlusta á að ég sé eitthvað ómerkileg. En ég vil vita af hverju þú ert svona reiður. Það er mikilvægt fyrir mig að taka þátt í sýningunni og þú hefur alltaf hvatt mig áfram. Geturðu sagt mér af hverju þú ert núna svona reiður? M: Af því þú hefur ekki gert neitt annað en að tala um Daníel síðan ég kom. Hvað um mig? Ég er kærastinn þinn. Verkefni 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=