Örugg saman - nemendahefti

16 Kafli 3 Leiðbeiningar um hvernig á að hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi 1. Hlustið á og leggið trúnað á það sem hann/hún segir. 2. Gangið úr skugga um að henni/honum stafi ekki hætta af kærastanum/kærustunni. 3. Látið vinkonu/vin ykkar vita að hún/hann eigi ekki skilið að verða fyrir ofbeldi. Enginn á skilið að verða fyrir ofbeldi. Enginn „biður um það“. 4. Spyrjið ýmissa spurninga sem fá hana/hann til að hugsa um vandann: ––Af hverju heldurðu að kærastan/kærastinn verði svona afbrýðisöm/afbrýðisamur? ––Hvernig líður þér þegar þú verður fyrir þessu ofbeldi eða kúgun? ––Líður þér vel með sjálfa(n) þig í návist hans/hennar? ––Ertu hrædd(ur) við hann/hana þegar hann/hún er reið(ur)? 5. Spyrjið hvað henni/honum finnist hún/hann geta gert (t.d. að halda sambandinu áfram, slíta því, tala við hann/hana um ofbeldið, leita aðstoðar hjá foreldrum, kennara eða sérfræðingi). 6. Látið viðkomandi vita að ofbeldið eykst nánast alltaf ef reynt er að horfa framhjá því. Ef ofbeldinu á að linna verður sá, sem fyrir því verður, að vera tilbúinn til að leita eftir stuðningi og takast á við málið. 7. Hvetjið viðkomandi til að leita sér aðstoðar (nýtið ykkur aðstoð í samfélaginu og ykkar nánasta umhverfi, sjá nánar á bls. 18). Til upplýsingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=