Örugg saman - nemendahefti

15 Hættumerki um að þú sért í ofbeldissambandi (sért þolandi ofbeldis): •• Þú hefur meiðst •• Þú ert hrædd(ur) við kærastann/kærustuna •• Þér finnst þú einangruð/einangraður eða standa ein(n) •• Þú hefur misst samband við vini þína •• Þú breytir hegðun þinni til að koma í veg fyrir afbrýðisemi kærastans/kærustunnar •• Þú finnur fyrir skömm, niðurlægingu eða samviskubiti •• Þú finnur fyrir vanmætti eða skorti á sjálfstrausti •• Þér finnst þér ógnað •• Þér finnst eins og einhver annar stjórni þér •• Þú þorir ekki að tjá reiði eða pirring •• Þú verður taugaóstyrk(ur) eða færð kvíðahnút í magann þegar kærastan eða kærastinn er pirraður/ pirruð, önug(ur) eða reið(ur) •• Þú finnur aukinn hjartslátt eða sting í brjósti þegar kærastinn eða kærastan er óánægð(ur) með eitthvað •• Þú mátt ekki, eða finnst þú ekki mega, taka þínar eigin ákvarðanir •• Þú tekur eftir því að kærastan eða kærastinn þinn hefur mjög fastmótaðar staðalmyndir um kynin og hvernig þau eiga að hegða sér •• Þér finnst kærastan eða kærastinn vera of nærgöngul(l) eða snerta þig á þann hátt sem þú vilt ekki •• Þér finnast skoðanir þínar, óskir eða mörk ekki virt Hættumerki um að þú beitir ofbeldi (sért gerandi): •• Þú ræðst á kærustuna eða kærastann (slærð, löðrungar, hrindir, sparkar) •• Þú ert ógnandi við kærustuna eða kærastann •• Þú verður reið(ur) ef kærastan eða kærastinn eyðir tíma með öðru fólki •• Þú biður kærustuna eða kærastann um að breyta hegðun sinni vegna afbrýðisemi þinnar •• Þú hótar kærustunni eða kærastanum •• Þú býrð til samviskubit hjá kærustunni eða kærastanum til að fá hana/hann til að gera það sem þú vilt •• Þér finnst þú ekki geta stjórnað reiði þinni •• Þú hræðir kærustuna eða kærastann •• Þú beitir fortölum, þvingunum eða valdi til að fá kærustuna eða kærastann til að framkvæma kynferðislegar athafnir sem hún/hann vill ekki gera eða finnst óþægilegar Hættumerki Þótt hér sé talað um kærasta/kærustur eiga þessi hættumerki við um öll sambönd, þar með talið sambönd við fjölskyldu eða vini. Ef þér finnst að þessi atriði eigi við um eitthvert samband sem þú átt við aðra manneskju, hvernig sem hún tengist þér, skaltu leita eftir aðstoð (sjá bls. 18).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=