Örugg saman - nemendahefti

KENNSLUEFNI FYRIR UNGLINGA UM ÖRYGGI Í SAMSKIPTUM Nemendahefti

2 Örugg saman Kennsluefni fyrir unglinga um öryggi í samskiptum Nemendahefti 3. útgáfa. 2016 © Embætti landlæknis Hönnun: Embætti landlæknis ISBN: 978-9935-9282-6-9 Örugg saman 1. útgáfa Íslensk þýðing og staðfæring, © 2010 Lýðheilsustöð Byggt á námsefninu Safe Dates © 2004, 2010 by Vangie Foshee, PhD, and Stacey Langwick, PhD. Published under arrangement with Hazelden Publishing, Center City, MN USA. All rights reserved. 2. útgáfa. 2014 Embætti landlæknis

3 1. kafli: Ástúðleg sambönd og skilgreining ofbeldis Verkefni 1. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Verkefni 2. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Verkefni 3. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Að þekkja skaðlega hegðun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Til upplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 2. kafli: Af hverju beitir fólk ofbeldi? Verkefni 4. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Verkefni 5. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Hættumerki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 3. kafli: Að hjálpa vinum sínum Til upplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Verkefni 6. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Hvert er hægt að leita?. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 4. kafli: Að takast á við staðalmyndir Verkefni 7. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Verkefni 8. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 5. kafli: Árangur í samskiptum og tilfinningastjórn Til upplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Verkefni 9. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 6. kafli: Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum Verkefni 10................................. 24 Verkefni 11................................. 25 Öryggisráðin átta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Til upplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Efnisyfirlit

4

5 Ég vil að kærasta / kærasti: •• Virði mig •• Treysti mér •• Styðji mig •• Hugsi um mig •• Hvetji mig •• Verndi mig •• Komi fram við mig eins og ég sé minni máttar •• Komi fram við mig eins og kóng eða drottningu •• Sé skuldbundin(n) mér •• Komi fram við mig af heiðarleika •• Noti mig •• Sé dolfallin(n) af mér •• Komi mér til að hlæja •• Stjórni mér •• Sé rómantísk(ur) •• Sé spennandi •• Elski mig •• Sjái um mig •• Þarfnist mín •• Haldi framhjá mér Verkefni 1 Hvernig vil ég að komið sé fram við mig í nánu sambandi? Hér fyrir neðan er mynd af manneskju og gefin dæmi um hvernig fólk í nánu sambandi getur komið fram hvort við annað. Manneskjan táknar ykkur sjálf. Á heilu línurnar við hlið hennar skrifið þið tvö mikilvægustu atriðin um hvernig þið viljið láta koma fram við ykkur. Á punktalínurnar skrifið þið síðan fleiri atriði sem ykkur þykir mikilvægt að séu til staðar í samskiptum ykkar við aðra. Þið getið líka skrifað fleiri atriði sem ykkur dettur í hug þó að þau séu ekki á þessum lista. Kafli 1

6 Hvernig vil ég koma fram við aðra í nánu sambandi? Hér sjáið þið manneskjur sem tákna ykkur og aðilann sem þið eruð hrifin af. Fyrir ofan þær eru ýmis dæmi um það hvernig fólk kemur fram hvert við annað. Á punktalínurnar milli manneskjanna neðst eigið þið að skrifa hvernig þið viljið koma fram við aðra manneskju í nánu sambandi. Það má auðvitað skrifa önnur atriði en þau sem koma fyrir á listanum. Ég vil koma fram við kærustu/kærasta þannig að henni/honum finnist hún/hann: • Elskuð/elskaður • Hrædd(ur) • Virðingaverð(ur) • Njóta trausts • Hvött/hvattur áfram • Notaður/notuð • Spennandi • Njóta stuðnings • Njóta aðdáunar • Vera sett(ur) á stall • Vera eins og drottning eða kóngur • Vera stjórnað • Njóta skilnings • Njóta verndar • Upplifa rómantík • Upplifa öryggi Verkefni 2

7 Ofbeldi í nánum samböndum Dæmisaga 1: Kristín og Jói Kristín og Jói hafa verið saman í nokkrar vikur. Jóa líkar vel við Kristínu en hann er ekki ástfanginn. Hann langar að vera með annarri stelpu sem er með honum í heimilisfræði. Þegar hann segir Kristínu að hann vilji ekki lengur vera með henni verður hún reið. Svo fer hún að gráta. Jóa finnst þetta óþægilegt, hann veit ekki hvað hann á að segja en hann vill ekki vera með henni lengur. Dæmisaga 2: Sigrún og Skúli Sigrún á margar góðar og nánar vinkonur. Henni finnst gaman að fara með þeim í bíó eða hanga saman heima hjá einhverri þeirra. Fyrir þremur mánuðum kynntist hún Skúla, þau urðu ástfangin og eru saman öllum stundum. Vinkonum Sigrúnar líkar vel við Skúla en þær sakna þess að vera stundum einar með Sigrúnu. Sigrúnu langar líka að geta stundum verið ein með vinkonum sínum. Í hvert sinn, sem hún segir Skúla að hún ætli að hitta þær, segir Skúli henni hversu mikið hann eigi eftir að sakna hennar þegar hún er ekki með honum og hann vilji alltaf hafa hana hjá sér. Sigrún elskar Skúla og vill ekki særa hann. Þess vegna fær hún svo mikið samviskubit við tilhugsunina um að Skúli verði einn að hún getur ekki hitt vinkonur sínar, þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundir. Verkefni 3

8 Við vitum að líkamlegt ofbeldi er sannarlega skaðleg hegðun, en hvað fleira er skaðlegt? ––Hvað með að hóta eða koma af stað kjaftasögu um kærasta eða kærustu? ––Hvað með að gera grín að kærasta eða kærustu fyrir framan vini hans eða hennar? ––Hvað með aðra hegðun sem er særandi eða niðurlægjandi? Að þekkja skaðlega hegðun Líkamlegt • Slá • Klóra • Ýta • Klípa • Kæfa • Hrækja • Hrista • Hrinda • Þvinga • Bíta • Hárreita • Nota vopn • Henda hlutum • Hindra fólk í að fara burt • Áreita • Nauðga • Neyða til kynferðislegra athafna • Skemma eignir annarra • Koma fram á ógandi hátt • Kvelja dýr Andlegt • Uppnefna • Lítilsvirða skoðanir eða lífsgildi • Hunsa tilfinningar • Láta viðkomandi einangrast • Sýna afbrýðisemi • Ljúga • Hræða viðkomandi • Halda framhjá • Vekja sektarkennd • Dreifa kjaftasögum • Hóta að meiða • Hóta að meiða sjálfa(n) sig • Nota kynferðislega niðurlægjandi nöfn • Lítilsvirða skoðanir um kynlíf • Gera lítið úr vinum eða fjölskyldu • Niðurlægja einhvern frammi fyrir öðrum eða einslega • Reiðast ofsalega af litlu tilefni

9 Til upplýsingar Staðreyndir um ofbeldi í samböndum •• Um 9,4% íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 16 til 24 ára sögðust hafa verið sannfærðir, þvingaðir eða neyddir af einhverjum til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Í um 27% tilfella var gerandinn kærasta eða kærasti og í um 55% tilfella var gerandinn vinur eða kunningi.1 •• Um 13% stúlkna og 2,8% drengja í framhaldsskóla á aldrinum 16-24 ára segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. 1 •• Rúmlega 31% íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 16 til 24 ára segjast einu sinni eða oftar hafa stundað kynlíf sem þeir sáu eftir daginn eftir.1 •• Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem beita ofbeldi í samböndum byrja oft á unglingsaldri, algengt er að gerandinn sé fimmtán ára þegar ofbeldi er fyrst beitt.2 •• Árið 2011 leituðu alls 299 konur til Kvennaathvarfsins í Reykjavík og þar dvöldu 107 konur og 67 börn vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis í sambandi.3 •• Árið 2011 leituðu 593 einstaklingar til Stígamóta og af þeim voru 278 einstaklingar að leita aðstoðar í fyrsta skipti.4 •• Í rannsókn sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið lét gera árið 2008 kom fram að 22% kvenna sögðust hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Þar af sögðust 1,6% eða um 1800 konur hafa orðið fyrir ofbeldi á síðastliðnu ári.5 •• Um 26%, sem höfðu orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, sögðust hafa verið í lífshættu við síðasta ofbeldisatvikið og 41% að sér hefði verið unnið líkamlegt mein.5 •• Aðeins 13% þeirra kvenna sem voru beittar ofbeldi höfðu tilkynnt atvikið til lögreglunnar.5 •• Um 19% svarenda höfðu upplifað ofbeldi þar sem fyrrverandi maki var gerandi. Um 5% svarenda höfðu upplifað ofbeldi í núverandi nánu sambandi. 5 •• Niðurstöður sýna að konur á öllum aldri hafa verið beittar ofbeldi. Þó eru konur á aldrinum 18–24 ára líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi en þær sem eldri eru.5 •• Árin 2006 og 2007 kom 51 einstaklingur á aldrinum 13-17 ára á Neyðarmóttöku vegna nauðgana og 82 á aldrinum 18-25 ára. Þetta eru um 70% allra þeirra sem þangað leita. 6 1. Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining. Könnun á kynferðislegri misnotkun gegn börnum á Íslandi: Niðurstöður. (2007). http://www.bvs.is/ files/file539.pdf 2. J.Henton, R. Cate, J. Koval, S. Lloyd, and S. Christopher, “Romance and Violence in Dating Relationships,” Journal of Family Issues 4, no 3 (1983): 467-82. 3. Samtök um Kvennaathvarf. Árskýrsla 2011. http://www.kvennaathvarf.is/media/arsskyrslur/arsskyrsla+2011.pdf 4. Stígamót. Árskýrsla 2011. http://www.stigamot.is/files/Stigamot_Arsskyrsla_2011.pdf 5. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd. Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi. (2008).http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/Samantekt_um_rannsokn_a_ofbeldi_gegn_konum.pdf 6. Upplýsingar frá Neyðamóttöku vegna nauðgana. – T

10 Af hverju beitir fólk ofbeldi? Dæmisaga 1: Helgi og Elva Helgi og Elva eru búin að vera saman í tvo mánuði. Á laugardagskvöldi kemur Helgi heim til Elvu og þau eru að fara í bíó. Elva bíður eftir honum í dyrunum í nýjum fötum. Helgi kyssir hana og spyr svo hvort hún ætli ekki að skipta um föt. Elva verður miður sín, hún segir að hún hafi keypt þessi föt einmitt fyrir kvöldið. Helgi andvarpar, klappar henni á öxlina og segir: „Elva, enginn annar myndi þola þetta. Ég veit ekki af hverju ég elska þig svona mikið. Ég þarf að sjá um allt fyrir þig.“ Svo fer hann inn í herbergi Elvu og velur önnur föt á hana. Dæmisaga 2: Ragnhildur og Alda Ragnhildur og Alda hafa verið saman í nokkra mánuði. Undanfarið hafa þær rifist mikið. Alda er reið og svekkt. Svo virðist sem samband þeirra ætli ekkert að skána. Alda hefur leitað hughreystingar hjá Hugrúnu, vinkonu sinni. Vinátta þeirra Hugrúnar gerir Ragnhildi svo afbrýðisama að þær Alda rífast enn meira. Í síðustu viku sagði Alda Ragnhildi að hún væri ekki viss um að samband þeirra ætti eftir að endast. Ragnhildur sagði að ef hún myndi bara hætta að daðra og halda framhjá sér með Hugrúnu myndu þær hætta að rífast og verða hamingjusamar á ný. Alda sagði að Hugrún væri bara vinkona sín en það skipti hvort eð er ekki máli því ef þær myndu ekki rífast um afbrýðisemina í Ragnhildi myndu þær bara rífast um eitthvað annað. Seinna sama kvöld hringdi Ragnhildur grátandi í Öldu. Hún sagðist þarfnast hennar og að hún þyldi ekki að missa hana til annarrar stelpu. Hún sagði að það besta sem fyrir hana hefði komið hefði verið að kynnast Öldu. Ef Alda segði henni upp myndi hún skaða sjálfa sig. Síðan hefur Ragnhildur hringt nokkrum sinnum í viðbót og sagt að hún muni skaða sjálfa sig ef Alda fari frá henni. Öldu finnst hún vera í sjálfheldu. Verkefni 4 Kafli 2

11 Verkefni 5 Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar ofbeldis í samböndum 1. Skaðleg hegðun: Stelpa leyfir kærastanum sínum ekki að tala við aðrar stelpur. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) 2. Skaðleg hegðun: Strákur kýlir kærustuna sína af því að hún gerir ekki það sem hann vill.

12 3. Skaðleg hegðun: Stelpa sendir kærustunni sinni látlaust sms til að ganga úr skugga um að hún sé þar sem hún sagðist ætla að vera. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) 4. Skaðleg hegðun: Strákur verður afbrýðisamur og sakar kærustuna sína um að halda framhjá sér þegar hún talar við aðra stráka. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna)

13 5. Skaðleg hegðun: Stelpa krefst þess að kærastinn hennar spjalli við hana á netinu í nokkrar klukkustundir á hverju kvöldi. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) 6. Skaðleg hegðun: Strákur hrindir kærastanum sínum upp að vegg þegar hann reynir að segja honum upp. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna)

14 7. Skaðleg hegðun: Stelpa slær kærastann sinn utan undir þegar hún reiðist. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) 8. Skaðleg hegðun: Strákur gerir grín að kærustunni sinni á Facebook með því að segja að hún sé ekki nógu vel vaxin. Skammtíma (strax) Langtíma (seinna) Afleiðingar fyrir GERANDA Afleiðingar fyrir ÞOLANDA Skammtíma (strax) Langtíma (seinna)

15 Hættumerki um að þú sért í ofbeldissambandi (sért þolandi ofbeldis): •• Þú hefur meiðst •• Þú ert hrædd(ur) við kærastann/kærustuna •• Þér finnst þú einangruð/einangraður eða standa ein(n) •• Þú hefur misst samband við vini þína •• Þú breytir hegðun þinni til að koma í veg fyrir afbrýðisemi kærastans/kærustunnar •• Þú finnur fyrir skömm, niðurlægingu eða samviskubiti •• Þú finnur fyrir vanmætti eða skorti á sjálfstrausti •• Þér finnst þér ógnað •• Þér finnst eins og einhver annar stjórni þér •• Þú þorir ekki að tjá reiði eða pirring •• Þú verður taugaóstyrk(ur) eða færð kvíðahnút í magann þegar kærastan eða kærastinn er pirraður/ pirruð, önug(ur) eða reið(ur) •• Þú finnur aukinn hjartslátt eða sting í brjósti þegar kærastinn eða kærastan er óánægð(ur) með eitthvað •• Þú mátt ekki, eða finnst þú ekki mega, taka þínar eigin ákvarðanir •• Þú tekur eftir því að kærastan eða kærastinn þinn hefur mjög fastmótaðar staðalmyndir um kynin og hvernig þau eiga að hegða sér •• Þér finnst kærastan eða kærastinn vera of nærgöngul(l) eða snerta þig á þann hátt sem þú vilt ekki •• Þér finnast skoðanir þínar, óskir eða mörk ekki virt Hættumerki um að þú beitir ofbeldi (sért gerandi): •• Þú ræðst á kærustuna eða kærastann (slærð, löðrungar, hrindir, sparkar) •• Þú ert ógnandi við kærustuna eða kærastann •• Þú verður reið(ur) ef kærastan eða kærastinn eyðir tíma með öðru fólki •• Þú biður kærustuna eða kærastann um að breyta hegðun sinni vegna afbrýðisemi þinnar •• Þú hótar kærustunni eða kærastanum •• Þú býrð til samviskubit hjá kærustunni eða kærastanum til að fá hana/hann til að gera það sem þú vilt •• Þér finnst þú ekki geta stjórnað reiði þinni •• Þú hræðir kærustuna eða kærastann •• Þú beitir fortölum, þvingunum eða valdi til að fá kærustuna eða kærastann til að framkvæma kynferðislegar athafnir sem hún/hann vill ekki gera eða finnst óþægilegar Hættumerki Þótt hér sé talað um kærasta/kærustur eiga þessi hættumerki við um öll sambönd, þar með talið sambönd við fjölskyldu eða vini. Ef þér finnst að þessi atriði eigi við um eitthvert samband sem þú átt við aðra manneskju, hvernig sem hún tengist þér, skaltu leita eftir aðstoð (sjá bls. 18).

16 Kafli 3 Leiðbeiningar um hvernig á að hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi 1. Hlustið á og leggið trúnað á það sem hann/hún segir. 2. Gangið úr skugga um að henni/honum stafi ekki hætta af kærastanum/kærustunni. 3. Látið vinkonu/vin ykkar vita að hún/hann eigi ekki skilið að verða fyrir ofbeldi. Enginn á skilið að verða fyrir ofbeldi. Enginn „biður um það“. 4. Spyrjið ýmissa spurninga sem fá hana/hann til að hugsa um vandann: ––Af hverju heldurðu að kærastan/kærastinn verði svona afbrýðisöm/afbrýðisamur? ––Hvernig líður þér þegar þú verður fyrir þessu ofbeldi eða kúgun? ––Líður þér vel með sjálfa(n) þig í návist hans/hennar? ––Ertu hrædd(ur) við hann/hana þegar hann/hún er reið(ur)? 5. Spyrjið hvað henni/honum finnist hún/hann geta gert (t.d. að halda sambandinu áfram, slíta því, tala við hann/hana um ofbeldið, leita aðstoðar hjá foreldrum, kennara eða sérfræðingi). 6. Látið viðkomandi vita að ofbeldið eykst nánast alltaf ef reynt er að horfa framhjá því. Ef ofbeldinu á að linna verður sá, sem fyrir því verður, að vera tilbúinn til að leita eftir stuðningi og takast á við málið. 7. Hvetjið viðkomandi til að leita sér aðstoðar (nýtið ykkur aðstoð í samfélaginu og ykkar nánasta umhverfi, sjá nánar á bls. 18). Til upplýsingar

17 Ofbeldisfullt samband: Hver getur hjálpað þér? Til upplýsingar Í samfélaginu: Í skólanum: Verkefni 6

18 ••Foreldrar/forráðamenn (þínir eigin eða annarra) •• Starfsfólk skólans – Kennarar, skólahjúkrunarfræðingar, skólasálfræðingar, námsráðgjafar o.s.frv. •• Heilsugæslustöðvar •• Barnaverndarnefndir (http://www.bvs.is/almenningur/barnaverndarnefndir og í síma 112) •• Lögreglan •• Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi (sími 543-2085 og 543-2000) •• Stígamót (www.stigamot.is, sími 562-6868 og 800-6868) •• Kvennaathvarfið (www.kvennaathvarf.is, sími 561-3720 og neyðarnúmer 561-1205) •• Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi (www.aflidak.is) •• Upplýsingavefur um geðheilsu ungmenna (www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/gedraekt) •• Drekaslóð (www.drekaslod.is, sími 551-5511) •• Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík •• Fjölskylduráðgjöf sveitafélaga •• Hjálparsími Rauða krossins 1717 •• Tótalráðgjöfin (http://www.attavitinn. is/total-radgjof) •• Sjálfstæðir sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn •• Umboðsmaður barna (www.barn.is) Hér eru nokkur dæmi um hvert er hægt að leita

19 Ósanngjarnar kröfur Notið þessar línur til þess að skrifa hjá ykkur hvernig ykkur leið síðast þegar einhver gerði ósanngjarnar kröfur til ykkar. Lýsið því sem gerðist, hvernig þið brugðust við og hvaða tilfinningum þið funduð fyrir. Kafli 4 Verkefni 7

20 Staðalmyndir og ofbeldi í samböndum Dæmisaga 1: Svenni og Magga Svenni bauð nokkrum vinum sínum og kærustunni sinni, Möggu, heim að horfa á bíómynd á föstudagskvöldi. Svenni bað Möggu um að taka til snakk og drykki fyrir gestina. Hún sagði að það væri ekkert mál. Þegar vinir Svenna komu settust þau öll og fóru að horfa á myndina. Þegar einhver var búinn úr glasinu sínu eða snakkið kláraðist sagði Svenni Möggu að fara fram í eldhús að ná í meira. Þegar þetta gerðist í þriðja skiptið sagði Magga að hún ætlaði ekki að vera þjónustustúlkan þeirra. Hún vildi fá að horfa á myndina og þeir gætu sjálfir farið í eldhúsið og fyllt á skálina eða fengið sér meira að drekka. Svenni varð reiður. Hann skipaði Möggu að ná í drykki fyrir vini sína. Þegar hún neitaði sló Svenni hana í andlitið og dró hana fram í eldhúsið. Vinir Svenna hafa oft séð hann ráðskast svona með Möggu og slá hana. Dæmisaga 2: Tryggvi og Nanna Þegar Nanna átti afmæli keypti Tryggvi handa henni geisladisk með uppáhaldshljómsveitinni hennar. Nanna opnaði pakkann og í fyrstu virtist hún mjög ánægð með gjöfina. Svo spurði hún hvar hinar gjafirnar væru. Þegar Tryggvi sagði að hann hefði bara keypt handa henni geisladisk í afmælisgjöf varð Nanna reið. Hún öskraði á hann, sagði að hún hefði búist við meiru en einhverjum ömurlegum geisladiski í afmælisgjöf og braut geisladiskinn í tvennt. Verkefni 8

21 Fjögur atriði sem einkenna árangursrík samskipti: 1. Haldið ró ykkar. ––Reynið að stilla ykkur þannig að þið séuð yfirveguð og róleg. 2. Spyrjið spurninga. ––Spyrjið hreinskilnislegra og opinskárra spurninga til að skilja betur stöðu mála. ––Dragið ekki ályktanir í flýti. 3. Útskýrið ykkar skoðanir og tilfinningar – verið heiðarleg og nákvæm, bendið á hvað það er í þessu ágreiningsmáli sem kemur ykkur í uppnám. ––Notið setningar sem byrja á „ég“ þegar þið tjáið tilfinningar ykkar. Segið: „Ég verð (segið hvernig ykkur líður) þegar þú (nefnið þá hegðun sem ykkur mislíkar) af því að (greinið frá ástæðu þess að ykkur líður eins og ykkur líður).“ (Dæmi: „Ég verð reið þegar þú hunsar mig af því þá finnst mér eins og þér sé alveg sama um mig.“) 4. Skiptist á hugmyndum að lausnum sem gætu komið til greina. ––Stingið upp á lausnum miðað við þær upplýsingar sem þið hafið. ––Ræðið hvaða lausnir henta báðum aðilum best. Kafli 5 Til upplýsingar

22 Samtal Lenu og Magnúsar Lena og Magnús hafa verið á föstu í 6 mánuði. Þau kynntust í apríl. Þau eru bæði í 10. bekk. Í allt sumar hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau fóru saman í sund og gönguferðir. Þau fóru saman í búðir og bíó. Bæði Lena og Magnús eru sammála um að þetta hafi verið besta sumar sem þau hafi lifað. Nú er komið haust og skólinn er byrjaður. Lena er í leiklistarhópnum sem tekur þátt í Skrekk. Magnús er mjög stoltur af henni þar sem skólanum hefur alltaf gengið vel í Skrekk og það er heiður að vera valinn í hópinn sem tekur þátt í keppninni. Það hefur verið mikið að gera hjá Lenu alla vikuna. Eftir skóla eru tveggja tíma æfingar. Í dag er föstudagur og þau fengu að fara snemma heim. Lena flýtti sér heim og hringdi í Magnús og bað hann að koma til sín. Magnús var ánægður með hvað Lena var búin snemma og fór strax til hennar. Magnús (M) og Lena (L). M: bankar. L: (kemur til dyra og sér Magnús): Hæ! Gaman að sjá þig. (Þau fara saman inn til Lenu og setjast niður). M: Gaman að sjá þig líka. Það var svo gaman hjá okkur í sumar en núna hefur þú alltaf svo mikið að gera að ég sé þig næstum aldrei. L: Já, ég veit. Ég hef voða lítinn tíma. Ég sakna þín líka en það er ótrúlega gaman að æfa fyrir Skrekk. Við erum að læra svo margt nýtt. Ég get ekki beðið eftir fyrstu sýningunni! Þú verður svo stoltur af mér. M: Ég er stoltur af þér. L: En bíddu bara þangað til þú sérð mig. Ég er að æfa atriði með Daníel. Hann er ótrúlega sterkur. Hann lyftir mér upp og heldur mér uppi heillengi. M: Daníel? L: Já, hann er einn af strákunum sem er að æfa með mér. M: Ég er nú frekar sterkur, kannski ég ætti að taka þátt í Skrekk? L: (hlær) Magnús, það þarf að vera meira en sterkur. Daníel er búinn að æfa fimleika síðan hann var lítill og hefur verið í leiklist lengi og er ótrúlega hæfileikaríkur. Þess vegna finnst mér skrýtið að hann skuli segja að ég sé góð þegar það er hann sem er svo góður. M: (æpir) Daníel, Daníel, Daníel. Geturðu ekki talað um neitt annað? Ertu kannski hrifin af honum, er það málið? Viltu frekar vera með honum en mér? L: (langar að æpa á móti en dregur í staðinn djúpt andann, bíður aðeins og lítur svo á Magnús) Magnús, af hverju ertu svona reiður? M (öskrar): Af hverju er ég reiður? (Stendur upp af stólnum.) Af hverju er ég reiður? Þú ert ótrúleg. Þú hittir mig aldrei en leyfir öðrum strák að halda þér uppi, káfa á þér og svo spyrðu af hverju ég sé reiður. L: (andar aftur djúpt og gætir þess að hækka ekki róminn) Magnús, ég ætla ekki að hlusta á að ég sé eitthvað ómerkileg. En ég vil vita af hverju þú ert svona reiður. Það er mikilvægt fyrir mig að taka þátt í sýningunni og þú hefur alltaf hvatt mig áfram. Geturðu sagt mér af hverju þú ert núna svona reiður? M: Af því þú hefur ekki gert neitt annað en að tala um Daníel síðan ég kom. Hvað um mig? Ég er kærastinn þinn. Verkefni 9

23 L: Já, þú ert kærastinn minn. Hvað meinarðu þegar þú segir „Hvað um mig?“ Finnst þér ég ekki veita þér nógu mikla athygli? M: Uuuuu, nei, eða já, uuuu, ég veit það ekki. Mér leið aldrei svona í sumar en síðan skólinn byrjaði hefur þú verið að gera svo margt annað. Ég hugsa stundum um hvort þú hafir enn áhuga á mér. L: Ég elska þig. Ég hef ekki áhuga á neinum öðrum, hvorki Daníel né neinum öðrum. Við Daníel höfum aldrei hist nema út af leiklistinni. Ég veit alveg að ég hef mikið að gera en þetta eru allt hlutir sem ég hef mikinn áhuga á. M: Ég veit. En ég þarf að vita og finna að þú viljir vera með mér og hafir tíma fyrir mig. L: Mér heyrist að við viljum bæði það sama. Ég vil að þér finnist ég vera kærastan þín og að ég sé til staðar fyrir þig. En ég vil ekki hætta í leiklistinni. Hvað getum við gert í þessu? M: Hættið þið alltaf snemma á föstudögum? L: Nei, en ég get hitt þig á föstudagskvöldum og um helgar. M: Já, og við getum kannski talað oftar saman í síma á virkum dögum. L: Einmitt. Mamma og pabbi vilja að ég borði kvöldmat með þeim en kannski geturðu komið stundum til mín eftir mat eða jafnvel borðað með okkur. M: Sko, Lena, fyrirgefðu að ég æsti mig svona. Ég ætlaði ekki að öskra á þig. Ég treysti þér og ég veit að við getum fundið næg tækifæri til að hittast. Hélt ró sinni Spurði spurninga Útskýrði sínar skoðanir og tilfinningar Kom með hugmyndir að lausnum sem gætu komið til greina Hélt ró sinni Spurði spurninga Útskýrði sínar skoðanir og tilfinningar Kom með hugmyndir að lausnum sem gætu komið til greina HÚN HANN Gátlisti: Merkið við hvaða samskiptafærni viðkomandi persóna notaði

24 Spurningalisti um kynferðisofbeldi Skrifaðu „S“ fyrir satt eða „Ó“ fyrir ósatt eftir því hvað þú telur vera rétt svar við fullyrðingunum hér fyrir neðan. Þitt svar Rétt svar 1 Kynferðisofbeldi á sér vanalega stað vegna þess að fólk ræður ekki við óbeislaðar hvatir sem brjótast skyndilega fram. 2 Flestir sem fremja nauðgun virðast yfirvegaðir og í fullu jafnvægi. Þeir eru stundum vel liðið og vinsælt fólk. 3 Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm stelpum og einn af hverjum tíu strákum orðið fyrir kynferðisofbeldi áður en þau ná fullorðinsaldri. 4 Flestar nauðganir eiga sér stað milli fólks af ólíku þjóðerni. 5 Flestar nauðganir, sem eru kærðar, eiga sér stað milli fólks sem þekkist. 6 Flestir sem verða fyrir nauðgun af hendi kunningja eða kærasta eru ungmenni innan við tvítugt. 7 Ef stelpa æsir strák upp kynferðislega er það ekki nauðgun þótt hann neyði hana til samfara. 8 Það er ekki glæpur að knýja einhvern til kynlífsathafna ef parið hefur verið saman lengi og haft kynmök oft áður. 9 Stelpur eða strákar sem reyna að komast undan nauðgun verða líklega fyrir slæmum barsmíðum og meiðslum. Kafli 6 Verkefni 10

25 Sagan um Kötu og Samma Kata og Sammi eru nýbyrjuð saman. Þau hafa aðallega verið innan um vini sína en einn föstudaginn sagði Sammi Kötu að foreldrar hans yrðu ekki heima um kvöldið og hann bauð henni heim til sín. Kata hlakkaði til að hitta Samma einu sinni einan. Hún keypti sér ný og flott föt til að fara í til hans. Þegar Kata kom sagði Sammi að hún væri rosa flott og rétti henni bjór. Svo settust þau í sófann og fóru að horfa á bíómynd. Fljótlega byrjuðu þau að kyssast. Kötu leið vel með Samma. En fljótlega fór Sammi að færa hendina undir bolinn hennar. Hún sagði honum að hætta þessu. Hann varð hálffúll vegna þess að hann hafði heyrt gamla kærastann hennar monta sig af því að hafa sofið hjá henni. Þess vegna sagði hann að hann hefði nú haldið að hún væri reyndari en þetta. Hann sagði líka að hann hefði haldið að hún væri hrifin af sér. Svo hélt hann áfram að reyna að koma höndunum inn undir bolinn hjá henni og síðan undir pilsið. Kata hálfskammaðist sín fyrir að Samma skyldi finnast hún óreynd en hún var samt ekki tilbúin að sofa hjá honum. En hún var líka hrædd um að missa hann. Hún sagði að hún væri hrædd og hún vildi að hann hætti þessu og hún fór meira að segja aðeins að gráta. Sammi sagði henni að hafa engar áhyggjur, hann elskaði hana og myndi verða góður við hana. Kata stirðnaði upp; hún þorði ekki að hreyfa sig af hræðslu. Síðan hafði Sammi samfarir við hana. Verkefni 11

26 Öryggisráðin átta Það sem þið getið gert til að virða óskir þess sem þið eruð með: 1. Virðið tilfinningar og óskir þess sem þið eruð með og hvar sá aðili setur mörkin í kynferðislegum efnum. 2. Takið eftir allri líkamstjáningu þess sem þið eruð með. 3. Gætið ykkar á eigin staðalímyndum um kynin. 4. Hættið áleitninni ef sá eða sú sem þið eruð með segir nei eða er eitthvað hikandi. Það sem þið getið gert til að verja ykkur gegn kynferðisofbeldi: Byrjið að hitta nýjan kærasta eða kærustu með vini eða vinkonu eða verið með vinahóp. 5. Verið með það á hreinu hvar þið setjið mörkin í kynferðislegum efnum. Látið hinn aðilann ekki vera í neinum vafa um hvar þessi mörk eru ef á reynir. 6. Treystið tilfinningum ykkar og eðlisávísuninni. Ef ykkur líður illa á einhvern hátt eða eruð eitthvað óróleg er best að fara burt á öruggan stað eða hringja í einhvern sem þið treystið og biðja viðkomandi að sækja ykkur. 7. Verið á varðbergi ef sá eða sú sem þið eruð með hefur mjög fastmótaðar staðalmyndir af kynjunum og hvernig þau eigi að hegða sér. Til upplýsingar

27 Varúðarráðstafanir vegna lyfjanauðgana: Til upplýsingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=