27 Ekki skilja drykk eftir án eftirlits. Ekki þiggja drykk af neinum nema þú sjáir hann afgreiddan eða hann sé í lokuðu íláti sem ekki er búið að opna. Ekki drekka neitt sem þér finnst skrýtið á bragðið. Hafðu auga með vinum og vinkonum þínum. Ef einhver virðist skyndilega sljóvguð/sljóvgaður eða ekki eins og hann eða hún á að sér að vera skaltu hjálpa viðkomandi að komast á öruggan stað og ekki skilja hann eða hana eftir eina(n). Ef þér líður illa eða finnst þú finna undarlegum áhrifum – segðu einhverjum strax frá því sem getur hjálpað þér. Varúðarráðstafanir vegna lyfjanauðgana Til upplýsingar Kynferðisofbeldi sem á sér stað þegar fólk er að skemmta sér er oftast framið af þeim sem fólk þekkir eða kannast við. Kynferðisofbeldi þar sem gerandi er ókunnugur er mun sjaldgæfara. Lyfjanauðgun er það kallað þegar lyfjum er bætt út í drykk brotaþola sem gera það að verkum að hann verður því sem næst rænulaus og því auðveldara fyrir nauðgarann að koma fram vilja sínum. Þú berð aldrei ábyrgð á hegðun annarra og það er ekki þér að kenna ef önnur manneskja ákveður að brjóta á þér. Þú getur samt haft þessi atriði í huga til að auka öryggi þitt og annarra: • • • • •
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=