24 Spurningalisti um kynferðisofbeldi Skrifaðu „S“ fyrir satt eða „Ó“ fyrir ósatt eftir því hvað þú telur vera rétt svar við fullyrðingunum hér fyrir neðan. Þitt svar Rétt svar 1 Kynferðisofbeldi á sér vanalega stað vegna þess að fólk ræður ekki við óbeislaðar hvatir sem brjótast skyndilega fram. 2 Flestir sem fremja nauðgun virðast yfirvegaðir og í fullu jafnvægi. Þeir eru stundum vel liðið og vinsælt fólk. 3 Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm stelpum og einn af hverjum tíu strákum orðið fyrir kynferðisofbeldi áður en þau ná fullorðinsaldri. 4 Flestar nauðganir eiga sér stað milli fólks af ólíku þjóðerni. 5 Flestar nauðganir, sem eru kærðar, eiga sér stað milli fólks sem þekkist. 6 Flestir sem verða fyrir nauðgun af hendi kunningja eða kærasta eru ungmenni innan við tvítugt. 7 Ef stelpa æsir strák upp kynferðislega er það ekki nauðgun þótt hann neyði hana til samfara. 8 Það er ekki glæpur að knýja einhvern til kynlífsathafna ef parið hefur verið saman lengi og haft kynmök oft áður. 9 Stelpur eða strákar sem reyna að komast undan nauðgun verða líklega fyrir slæmum barsmíðum og meiðslum. Kafli 6 Verkefni 10
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=