21 Fjögur atriði sem einkenna árangursrík samskipti: 1. Haldið ró ykkar. – Reynið að stilla ykkur þannig að þið séuð yfirveguð og róleg. 2. Spyrjið spurninga. – Spyrjið hreinskilnislegra og opinskárra spurninga til að skilja betur stöðu mála. – Dragið ekki ályktanir í flýti. 3. Útskýrið ykkar skoðanir og tilfinningar – verið heiðarleg og nákvæm, bendið á hvað það er í þessu ágreiningsmáli sem kemur ykkur í uppnám. – Notið setningar sem byrja á „ég“ þegar þið tjáið tilfinningar ykkar. Segið: „Ég verð (segið hvernig ykkur líður) þegar þú (nefnið þá hegðun sem ykkur mislíkar) af því að (greinið frá ástæðu þess að ykkur líður eins og ykkur líður).“ (Dæmi: „Ég verð reið þegar þú hunsar mig af því þá finnst mér eins og þér sé alveg sama um mig.“) 4. Skiptist á hugmyndum að lausnum sem gætu komið til greina. – Stingið upp á lausnum miðað við þær upplýsingar sem þið hafið. – Ræðið hvaða lausnir henta báðum aðilum best. Kafli 5 Til upplýsingar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=