Örugg saman - kennarahefti

20 Staðalmyndir og ofbeldi í samböndum Dæmisaga 1: Svenni og Magga Svenni bauð nokkrum vinum sínum og kærustunni sinni, Möggu, heim að horfa á bíómynd á föstudagskvöldi. Svenni bað Möggu um að taka til snakk og drykki fyrir gestina. Hún sagði að það væri ekkert mál. Þegar vinir Svenna komu settust þau öll og fóru að horfa á myndina. Þegar einhver var búinn úr glasinu sínu eða snakkið kláraðist sagði Svenni Möggu að fara fram í eldhús að ná í meira. Þegar þetta gerðist í þriðja skiptið sagði Magga að hún ætlaði ekki að vera þjónustustúlkan þeirra. Hún vildi fá að horfa á myndina og þeir gætu sjálfir farið í eldhúsið og fyllt á skálina eða fengið sér meira að drekka. Svenni varð reiður. Hann skipaði Möggu að ná í drykki fyrir vini sína. Þegar hún neitaði sló Svenni hana í andlitið og dró hana fram í eldhúsið. Vinir Svenna hafa oft séð hann ráðskast svona með Möggu og slá hana. Dæmisaga 2: Tryggvi og Nanna Þegar Nanna átti afmæli keypti Tryggvi handa henni geisladisk með uppáhaldshljómsveitinni hennar. Nanna opnaði pakkann og í fyrstu virtist hún mjög ánægð með gjöfina. Svo spurði hún hvar hinar gjafirnar væru. Þegar Tryggvi sagði að hann hefði bara keypt handa henni geisladisk í afmælisgjöf varð Nanna reið. Hún öskraði á hann, sagði að hún hefði búist við meiru en einhverjum ömurlegum geisladiski í afmælisgjöf og braut geisladiskinn í tvennt. Verkefni 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=