Örugg saman - kennarahefti

9 MARKMIÐ NÁMSEFNISINS Námsefnið vinnur að því að: • Vekja athygli nemenda á því hvað einkennir heilbrigð sambönd annars vegar og skaðleg sambönd hins vegar. • Vekja athygli nemenda á ofbeldi í samböndum og samskiptum, ástæðum þess og afleiðingum. • Auka færni nemenda og benda á úrræði til að hjálpa sjálfum sér eða öðrum sem eru í ofbeldisfullum samböndum. • Auka færni nemenda til að mynda farsæl sambönd með því að kenna samskiptafærni, reiðistjórnun og lausnamiðaða færni. MARKHÓPURINN Örugg saman er hægt að nota sem forvarnarefni gegn ofbeldi í samböndum hjá unglingum og er bæði fyrir stelpur og stráka. Örugg saman fellur vel að námsefni sem fjallar um heilbrigði, samskipti eða aðra lífsleikni. Þar sem ofbeldi í samböndum og samskiptum er oft tengt ofnotkun áfengis eða annarra vímuefna, getur einnig komið til greina að nota Örugg saman með forvarnarefni sem fjallar um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Námsráðgjafi getur boðið Örugg saman sem hluta af efni fyrir sérstaka stuðningshópa auk þess sem það getur verið notað eftir skóla í félagsmiðstöðvum. HVERNIG ER ÖRUGG SAMAN ÓLÍKT ÖÐRU KENNSLUEFNI SEM FJALLAR UM OFBELDI Í SAMBÖNDUM? Örugg saman hefur sérstöðu að mörgu leyti: 1. Það getur verið notað bæði til forvarna og sem inngrip vegna tilkomins vanda. 2. Það tekur tillit til þess að bæði stelpur og strákar geta verið gerendur og þolendur ofbeldis í samböndum. 3. Verkefnin fjalla bæði um hlutverk þolenda og gerenda. 4. Það byggir á vísindalegum grunni. 5. Það er hannað fyrir venjulega unglinga, ekki bara þá sem eru í einhvers konar áhættu. 6. Það er byggt upp til að ná til stórra hópa unglinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=