Örugg saman - kennarahefti

70 Hvað getur þú gert? Ef þig grunar að unglingurinn þinn sé í ofbeldisfullu sambandi er mjög mikilvægt að bregðast við: • Taktu ástandið alvarlega. Ofbeldi í samböndum unglinga getur verið jafn alvarlegt og ofbeldi í samböndum fullorðinna. • Láttu unglinginn vita að þú trúir honum og styðjir hann. • Aðstoðaðu unglinginn við að gera öryggisáætlun til að vernda sig fyrir ofbeldinu. • Settu unglingnum reglur og framfylgdu þeim. • Hvettu unglinginn til að leita sér aðstoðar hjá aðilum sem sérhæfa sig í ofbeldi í samböndum Þegar öllu er á botninn hvolft er það unglingurinn sjálfur sem þarf að ákveða hvort hann ætlar að slíta ofbeldisfullu sambandi. Ef hann á erfitt með að slíta sambandinu getur þú engu að síður farið eftir atriðunum hér að ofan en þá er jafnvel mikilvægara en áður að sýna unglingnum ást, umhyggju og traust og reyna ekki að stjórna honum. Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir ofbeldi í samböndum? Hér eru ýmis atriði sem geta komið í veg fyrir að unglingurinn þinn lendi í ofbeldisfullu sambandi: • Vertu góð fyrirmynd í samskiptum. • Ræddu við unglinginn eins snemma og hægt er um heilbrigð sambönd og hvernig hægt er að leysa vandamál á jákvæðan hátt og án ofbeldis. Það er jafn mikilvægt að ræða við stelpur og stráka um ofbeldi í samböndum. • Leggðu áherslu á að ofbeldi snúist ekki um ást heldur um kúgun og yfirráð. • Taktu fram hversu mikilvægt það er að leita sér hjálpar ef unglingurinn hefur áhyggjur af sambandi sínu eða annarra. • Byggðu upp sjálfstraust unglingsins. • Leggðu áherslu á einlæg og opin samskipti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=