Örugg saman - kennarahefti

68 Kæra foreldri/forráðamaður, Á næstunni verður kennt námsefni í skólanum sem nefnist Örugg saman. Um er að ræða bandarískt námsefni sem byggir á rannsóknum og vinnur á gagnvirkan máta með viðhorf og hegðun er varðar ofbeldi og kúgun í samböndum og samskiptum unglinga. Eins og kemur fram á meðfylgjandi upplýsingablöðum þá getur ofbeldi í samböndum verið alvarlegt vandamál hjá ungu fólki alveg niður í grunnskóla. Í námsefninu er verið að hjálpa nemendum að þekkja heilbrigð og farsæl sambönd og hvað ofbeldi í nánum samskiptum felur í sér. Nemendur læra að skilja ástæður og afleiðingar ofbeldis í samböndum og þekkja leiðir til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Við skiljum að foreldrar kjósi ef til vill að unglingarnir þeirra fari ekki að vera á föstu fyrr en þau eru orðin aðeins eldri. Í námsefninu Örugg saman er ekki verið að hvetja til þess að unglingar stofni til sambanda heldur búa þau undir heilbrigð sambönd síðar meir. Í námsefninu er ekki heldur verið að ræða ítarlega um kynferðisleg mál. Fjallað verður um kynferðislegt ofbeldi en það verður á almennum nótum. Markmið þessa námsefnis er að nemendur upplifi öryggi í samskiptum við aðra. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að öryggi unglinga í samskiptum og samböndum. Á meðfylgjandi upplýsingablöðum er farið yfir atriði sem geta stutt foreldra í þessu mikilvæga hlutverki. Eins bendum við á efni á vef Embættis landlæknis (www.landlaeknir.is) en þar má finna gagnlegar upplýsingar um geðheilsu ungmenna og heilbrigð sambönd undir „Geðrækt“ í flokknum „Heilsa og líðan“ (www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/gedraekt/unglingar-og-ungt-folk). Ef þú hefur einhverjar spurningar um Örugg saman námsefnið eða ofbeldi í samböndum almennt er þér velkomið að hafa samband. Með kveðju, kennari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=