Örugg saman - kennarahefti

66 Spyrjið: Hvaða mun tókuð þið eftir á svörum strákanna og stelpnanna? Spyrjið: Hvaða áhrif hefur þessi munur þegar kemur að nánum samskiptum?  Samantekt Kynferðislegt ofbeldi og nauðgun er aldrei sök þess sem fyrir því verður. Gætið þess að fylgjast með merkjunum sem manneskjan sem þið eruð með gefur frá sér og verið óhrædd við að láta vita hversu langt þið eruð tilbúin að ganga í kynferðislegum efnum ef málin æxlast á þann veg. Það ætti alltaf að fara fram samtal áður en kynlíf er stundað þar sem vilji hins aðilans til þess að hafa kynmök er skoðaður. Mikilvægast er að hlusta á hinn aðilann og vera viss um að hann eða hún hlusti á ykkur. Bendið nemendum á Öryggisráðin átta og Varúðarráðstafanir vegna lyfjanauðgana aftast í nemendahefti, bls. 26-27. Gott er að fara vel yfir þessar blaðsíður og fá fram opnar umræður ef tími vinnst til. Mikilvægt er að afhenda nemendum nemendaheftin þegar námsefninu lýkur og ítreka við þá að þarna séu upplýsingar sem þeir geti nýtt sér þegar þeir fari að stofna til sambanda eða þurfi á að halda við aðrar aðstæður. 4. hluti 10 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=