Örugg saman - kennarahefti

65  Að skilja vísbendingar Viðfangsefnið í þriðja hluta kennslustundarinnar er að beina sjónum að þeirri staðreynd að karlar og konur senda oft mjög óskýrar vísbendingar og boð sín í milli. Þessi ruglingur leiðir til þess að fólk reiðir sig á staðalmyndir til að átta sig á hvað er í gangi. Þetta getur undirbúið jarðveginn fyrir kynferðisofbeldi. Útskýrið: Ein skýringin á nauðgun getur verið að fólk í nánu sambandi misskilur vísbendingar eða hunsar þær vísvitandi. Kannski áttaði Sammi sig ekki á boðunum um að Kata vildi ekki hafa samfarir. Kannski hélt hann að mótþrói hennar þýddi eitthvað annað. Stundum túlka kærastar og kærustur boð hins aðilans á annan veg en ætlunin var. Fyrir bragðið sprettur upp misskilningur. Lagt er til að fyrir næstu æfingu sé hópnum kynjaskipt ef hann er það ekki nú þegar og síðan að sameina kynin í lokin og bera svörin saman. Útskýrið: Núna ætla ég að lesa upp nokkrar staðhæfingar. Seinna berum við svörin saman og sjáum hvenær strákarnir og stelpurnar eru sammála og hvenær ósammála. Lesið eftirfarandi fullyrðingar fyrir nemendurna í kynjaskiptum hópum og berið svo svör kynjanna saman í lokin. 1. Þegar stelpa fer í þröngan kjól þýðir það að hún vilji sofa hjá. 2. Ef stelpa hefur haft samfarir við aðra stráka einhvern tíma áður er eðlilegt að kærastinn geri ráð fyrir að hún vilji sofa hjá honum. 3. Ef stelpa verður stjörf eða hreyfir sig mjög lítið þegar einhver reynir að hafa samfarir við hana þýðir það að hún sé samþykk og ekkert sé athugavert við það sem hann er að gera. 4. Stelpur streitast stundum á móti vegna þess að þær halda að þannig vilji kærastinn þeirra að þær hagi sér. Mótþróinn þýðir í raun að þær vilji halda áfram. 5. Ef stelpa fer inn í svefnherbergi með strák í partíi þýðir það að hún vilji hafa samfarir við hann. 6. Strákar eru alltaf til í kynlíf og þess vegna er í rauninni ekki hægt að beita þá kynferðislegum þvingunum eða nauðga þeim. 3. hluti 10 mín — Hér væri hægt að skipta upp kennslustundinni —

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=