Örugg saman - kennarahefti

64 3. Nauðgun veldur oft alvarlegu tjóni á líkama og sál. Hvaða afleiðingar gæti nauðgunin haft fyrir Kötu? Hugsanleg svör: Kata gæti orðið ófrísk eða fengið kynsjúkdóm. Hún gæti lent í erfiðleikum með kynlíf og náin sambönd í framtíðinni. Hún gæti orðið þunglynd, kvíðin, óttaslegin og hætt að treysta öðrum, sérstaklega strákum. Hún gæti lent í erfiðleikum í skólanum eða á einhverju sviði sem skipti hana miklu máli áður en henni var nauðgað. 4. Hverjar gætu afleiðingarnar orðið hjá Samma fyrir að nauðga Kötu? Hugsanleg svör: Sammi verður e.t.v. handtekinn og dæmdur fyrir nauðgun. Hann gæti lent á sakaskrá þannig að hann komist ekki í nám eða störf sem hann óskar sér síðar á lífsleiðinni. Hann gæti fengið kynsjúkdóm og eignast barn áður en hann er tilbúinn til þess. Sammi gæti fundið til sektarkenndar og samviskubits. Kata hættir sennilega að vera með honum. Það gæti spurst út að hann væri nauðgari. Hann gæti átt í erfiðleikum í nánum samböndum í framtíðinni. 5. Hvaða þátt er líklegt að áfengi hafi átt í málinu? Hugsanleg svör: Áfengisdrykkja getur leitt til þess að fólk gerir eitthvað sem það sér eftir síðar. Magnið skiptir ekki öllu máli. Fólk þarf ekki að vera orðið drukkið til þess að áfengi hafi áhrif á dómgreind þess og hömlur. 6. Hefði Sammi á einhverjum stað eða stöðum í sögunni getað gert eitthvað öðruvísi til að sagan hefði endað á annan veg en með nauðgun? Hugsanleg svör: Sammi hefði ekki átt að bjóða Kötu heim til sín þegar foreldrar hans voru ekki heima. Þau hefðu ekki átt að fá sér bjór. Sammi gerði þau mistök að halda að fyrst Kata vildi koma í heimsókn þegar foreldrar hans voru ekki heima þá væri hún tilbúin að sofa hjá honum. Hann gerði þau mistök að halda að Kata hefði sofið hjá fyrrverandi kærasta sínum bara af því sá hafði montað sig af að hafa sofið hjá henni. Þó að Kata hefði sofið hjá fyrrverandi kærasta hefði Sammi ekki átt að draga þá ályktun að hún væri tilbúin að sofa hjá honum. Sammi spurði Kötu ekki hvort hún vildi sofa hjá honum og hunsaði öll merki um að hún vildi þetta ekki. Þegar Kata bað Samma að hætta því sem hann var að gera og sagðist vera hrædd hefði Sammi átt að hætta undir eins. Útskýrið: Þetta var nauðgun í nánu sambandi. Það er mikilvægt að skilja að samfarir, sem fara fram án samþykkis hins aðilans, eru nauðgun og nauðgun er glæpur. Afleiðingar nauðgunar eru slæmar fyrir þann sem fyrir nauðguninni verður og líka fyrir þann sem fremur glæpinn. Oft er þolandanum kennt um allt saman. En það er aldrei sök þolandans að vera þröngvað til kynlífs. Aðstæður eru aldrei þannig að hægt sé að sætta sig við kynlífsathafnir sem knúnar eru fram án samþykkis. Sammi hefði getað komið í veg fyrir að þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=