63 Útskýrið: Í þessari sögu nauðgar Sammi Kötu. Það er hægt að þröngva kynlífsathöfnum upp á fólk með ýmsu móti. Sumir beita fortölum, höfða til sektarkenndar eða gera lítið úr þeim sem þeir vilja níðast á, aðrir eru endalaust ýtnir, ögrandi, beita hótunum eða neyta aflsmunar. Aðrir nýta sér varnarleysi hins aðilans, svo sem þegar hann er sofandi eða hefur drukkið áfengi. En það skiptir engu máli hver aðferðin er: Að hafa kynmök við einhvern sem hefur ekki veitt samþykki sitt er nauðgun og nauðgun er glæpur. Spyrjið bekkinn eftirfarandi spurninga og skrifið svörin á spjöldin sem áður höfðu verið útbúin. 1. Hvað gerði Sammi til að neyða Kötu til að hafa kynmök? Hugsanleg svör: Sammi gerði lítið úr henni og lét hana skammast sín fyrir að vilja hætta. Hann lét í það skína að fyrst hún vildi hætta væri hún ekki hrifin af honum. Hann hagaði sér þannig að hún varð hrædd við hann. Hann sagðist mundu verða góður við hana. Hann gaf í skyn að hún mundi missa hann ef hún hefði ekki kynmök við hann. Það skiptir engu máli hver aðferðin er, kynlíf án samþykkis hins aðilans, er nauðgun. 2. Kata gaf Samma merki um að hún vildi ekki hafa kynmök Hvaða merki voru það? Hugsanleg svör: Hún bað hann nokkrum sinnum að hætta því sem hann var að gera. Hún sagðist vera hrædd. Hún fór að gráta og virtist óörugg með sig. Hún stirðnaði upp og þorði ekki að hreyfa sig. Unglingar verða að taka eftir merkjum um að kærastan eða kærastinn vilji ekki hafa kynmök. Eðlilegast er einfaldlega að spyrja hinn aðilann hvort hann vilji stunda kynlíf. að hafa sofið hjá henni. Þess vegna sagði hann að hann hefði nú haldið að hún væri reyndari en þetta. Hann sagði líka að hann hefði haldið að hún væri hrifin af sér. Svo hélt hann áfram að reyna að koma höndunum inn undir bolinn hjá henni og síðan undir pilsið. Kata hálfskammaðist sín fyrir að Samma skyldi finnast hún óreynd en hún var samt ekki tilbúin að sofa hjá honum. En hún var líka hrædd um að missa hann. Hún sagði að hún væri hrædd og hún vildi að hann hætti þessu og hún fór meira að segja aðeins að gráta. Sammi sagði henni að hafa engar áhyggjur, hann elskaði hana og myndi verða góður við hana. Kata stirðnaði upp; hún þorði ekki að hreyfa sig af hræðslu. Síðan hafði Sammi samfarir við Kötu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=