62 getur þolandinn ekki barist á móti sökum aflsmunar. Ef einhver reynir að nauðga ykkur skulu þið reyna af öllum mætti að komast burt og hrópa á hjálp eða öskra eins hátt og þið getið. Munið að þolandi þarf aldrei að skammast sín fyrir það ofbeldi sem hann er beittur, eingöngu sá sem beitir ofbeldinu þarf að skammast sín. Útskýrið: Eins og sést á þessu byggjast margar fullyrðingarnar í spurningalistanum á því sem fólk heldur um nauðgun en ekki á því sem er rétt í raun og veru. Það er mikilvægt að þið þekkið staðreyndirnar um kynferðislegt ofbeldi. Takið eftir vísbendingunum Markmiðið með öðrum hluta er að benda á hve mikilvægt er að taka eftir öllum merkjum og vísbendingum um að sá eða sú sem maður er með vilji ekki hafa kynmök. Útskýrið: Tilgangurinn með næsta verkefni er að vekja athygli á hve mikilvægt er að taka eftir merkjum um að kærastan eða kærastinn vilji ekki hafa kynmök. Nemendur fletta upp á verkefni 11 á bls. 25: Sagan um Kötu og Samma. Útskýrið: Ég ætla að lesa fyrir ykkur dæmisögu og spyrja ykkur síðan nokkurra spurninga í sambandi við söguna. Lesið söguna um Kötu og Samma. 2. hluti 10 mín Verkefni 11 bls. 25 í nemendahefti SAGAN UM KÖTU OG SAMMA Kata og Sammi eru nýbyrjuð saman. Þau hafa aðallega verið innan um vini sína en einn föstudaginn sagði Sammi Kötu að foreldrar hans yrðu ekki heima um kvöldið og hann bauð henni heim til sín. Kata hlakkaði til að hitta Samma einu sinni einan. Hún keypti sér ný og flott föt til að fara í til hans. Þegar Kata kom sagði Sammi að hún væri rosa flott og rétti henni bjór. Svo settust þau í sófann og fóru að horfa á bíómynd. Fljótlega byrjuðu þau að kyssast. Kötu leið vel með Samma. En fljótlega fór Sammi að færa hendina undir bolinn hennar. Hún sagði honum að hætta þessu. Hann varð hálffúll vegna þess að hann hafði heyrt gamla kærastann hennar monta sig af því
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=