Örugg saman - kennarahefti

61 2. Flestir sem fremja nauðgun virðast yfirvegaðir og í fullu jafnvægi. Þeir eru stundum vel liðið og vinsælt fólk. Rétt. Þegar dregin er upp mynd af nauðgara er oft sýndur óður og geðbilaður hrotti. Staðreyndin er sú að nauðgarinn kemur yfirleitt fyrir sem ósköp venjuleg manneskja. 3. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm stelpum og einn af hverjum tíu strákum orðið fyrir kynferðisofbeldi áður en þau ná fullorðinsaldri. Rétt. 4. Flestar nauðganir eiga sér stað milli fólks af ólíku þjóðerni. Rangt. Yfirleitt á nauðgun sér stað milli fólks af sama þjóðerni. 5. Flestar nauðganir, sem eru kærðar, eiga sér stað milli fólks sem þekkist. Rétt. Í Bandaríkjunum er áætlað að u.þ.b. 60% allra nauðgana, sem kærðar eru, séu milli fólks sem þekkist. 6. Flestir sem verða fyrir nauðgun af hendi kunningja eða kærasta eru ungmenni innan við tvítugt. Rétt. Þeir sem verða fyrir nauðgun af hendi kunningja eða kærasta eru oftast á aldrinum 15 til 19 ára. 7. Ef stelpa æsir strák upp kynferðislega er það ekki nauðgun þótt hann neyði hana til samfara. Rangt. Nauðgun er það að neyða annan aðila til kynmaka hver svo sem aðdragandinn var. 8. Það er ekki glæpur að knýja einhvern til kynlífsathafna ef parið hefur verið saman lengi og haft kynmök oft áður. Rangt. Kynferðisofbeldi er sérhver kynlífsathöfn sem felur í sér að annar aðilinn er neyddur til þátttöku, hvernig svo sem fyrri samskiptum þeirra hefur verið háttað. 9. Stelpur eða strákar sem reyna að komast undan nauðgun verða líklega fyrir slæmum barsmíðum og meiðslum. Rangt. Þau sem streitast á móti eru líklegri til að sleppa úr hættunni og ólíklegri til að meiðast. Það er þó mikilvægt að muna að það eru engin rétt eða röng viðbrögð við nauðgun. Þolandinn ber aldrei ábyrgð á nauðgun, hver svo sem viðbrögð hans eru. Það er til dæmis algengt að þolandinn komi hreinlega ekki upp orði vegna hræðslu eða ráði ekki við viðbrögð sín vegna þess að hann stirðnar eða frýs. Stundum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=