Örugg saman - kennarahefti

60 6. kennslustund - framkvæmd  Staðreyndir um kynferðisofbeldi Viðfangsefnið í fyrsta hluta þessarar kennslustundar er að skilgreina hugtakið kynferðisofbeldi til þess að nemendur átti sig á því að það getur komið fram á fjölmörgum sviðum og birst í ótal myndum. Sömuleiðis er tilgangurinn að afhjúpa ýmsan misskilning sem fjölmargir hafa um kynferðisofbeldi. Útskýrið: Í dag ætlum við að fjalla um hvernig koma má í veg fyrir sérstaka gerð ofbeldis í nánum samböndum og samskiptum: Kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi í samböndum og samskiptum kemur fram í mörgum myndum, til dæmis þegar annar aðilinn er neyddur til kynlífsathafna á borð við munnmök, píndur til að kyssa hinn aðilann eða verður fyrir káfi, fitli eða strokum sem hann kærir sig ekki um. Kynferðisofbeldi nær líka yfir tilraunir til nauðgunar og nauðgun. Þegar einhver er píndur til kynferðislegra athafna, hvaða nafni sem þær nefnast, er ávallt um glæpsamlegt athæfi að ræða. Kynferðisofbeldi og nauðgun af hálfu kærasta, kærustu eða einhvers annars sem maður þekkir er jafn mikill glæpur og kynferðisofbeldi af hálfu ókunnugra. Kynferðisofbeldi er komið fram með ýmsum hætti. Sumir beita fortölum, höfða til sektarkenndar eða gera lítið úr þeim sem þeir vilja níðast á, aðrir eru endalaust ýtnir, ögra, beita hótunum eða neyta aflsmunar til að koma fram vilja sínum. Kynferðisofbeldi í nánum samböndum er ofbeldisglæpur. Kynferðisofbeldi í nánum samböndum er aðferð til að beita kynlífi sem vopni til að öðlast áhrif og yfirráð. Útskýrið: Áður en við förum að ræða um kynferðisofbeldi í nánum samböndum og samskiptum vil ég biðja ykkur um að fletta upp á bls. 24 í nemendahefti, þar sem almennur spurningalisti um kynferðisofbeldi er. Þegar þið eruð búin að fylla hann út ræðum við svörin. Gefið nemendum nokkrar mínútur til að gera verkefni 10. Látið hvern nemanda leiðrétta eigin svör. Ræðið hvert svar við spurningunum með því að styðjast við eftirfarandi texta: 1. Kynferðisofbeldi á sér vanalega stað vegna þess að fólk ræður ekki við óbeislaðar hvatir sem brjótast skyndilega fram. Rangt. Kynferðisofbeldi er ofbeldisglæpur, ekki kynlíf. 1. hluti 10 mín Verkefni 10 bls. 24 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=