Örugg saman - kennarahefti

59 Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum 6. kafli – Yfirlit yfir 6. kennslustund Heildartími: u.þ.b. 40 mín 1. hluti: (10 mín) Staðreyndir um kynferðisofbeldi. 2. hluti: (10 mín) Takið eftir vísbendingum. 3. hluti: (10 mín) Að skilja vísbendingar. 4. hluti: (10 mín) Samantekt. Í þessari kennslustund fræðast nemendur um kynferðisofbeldi í nánum samböndum og hvernig koma má í veg fyrir að það eigi sér stað. Til þess svara þeir spurningalista, heyra dæmisögu og ræða við bekkjarfélagana. Í lok tímans eiga nemendur að: • Hafa áttað sig á að þolendur kynferðisofbeldis eiga aldrei sök á ofbeldinu. • Hafa áttað sig á að nauðgun á aldrei rétt á sér. • Skilja mikilvægi þess að fá samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum • Skilja til fulls og geta túlkað „nei“ vísbendingar rétt. • Kunna að vara sig ef nauðgun gæti verið í aðsigi. • Kunna að segja hinum aðilanum hvar þeir draga mörkin í kynferðismálum þannig að enginn vafi sé á því hve langt má ganga. Undirbúningur: • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Hengja upp grunnreglurnar. • Skrifa spurningarnar sex úr dæmisögunni um Samma og Kötu á sex stór spjöld, eina á hvert spjald. Tillaga: Hægt er að skipta þessari kennslustund upp ef tími er knappur, þar sem mikið efni er tekið fyrir í þessum kafla: 1 + 2 hluti = ein kennslustund 3 + 4 hluti = ein kennslustund. Hugmyndin að baki: Það er í aldurshópnum 15 til 19 ára sem líklegast er að nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað. Vinir og kunningjar eiga oftar sök á slíku ofbeldi en ókunnugt fólk: 60% allra nauðgana eru af völdum fólks sem þolandinn þekkir. Í þessari kennslustund er fjallað um ýmislegt sem eykur líkur á því að ungmenni verði fyrir nauðgun eða beiti nauðgun. Einnig er fjallað um staðalmyndir og lífseigar sögur um kynferðisofbeldi og loks bent á ráð til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=