Örugg saman - kennarahefti

58 Útskýrið: Þegar þið hafið róast getið þið notað samskiptafærnina sem þið æfðuð í síðasta tíma. Þegar maður hefur náð tökum á reiðinni er hægt að spyrja ýmissa spurninga til að skýra málin, segja hinni manneskjunni hvernig manni líður og hlusta á hvernig hún útskýrir sína afstöðu og tilfinningar. Reiði getur verið jákvæð ef vel er farið með hana. Ef það er ekki gert er hætta á að allt fari í háaloft og maður særi aðra. Reiði getur sagt ýmislegt um aðstæður. Hún getur verið viðvörun um að einhverju þurfi að breyta. Þess vegna er ekki gott að afneita reiðinni og gera ekkert í málunum. Ef maður er reiður þarf maður að gangast við tilfinningunni og láta aðra vita að maður sé ekki sáttur eða ánægður með hlutina eins og þeir eru. Mikilvægt er þó að geta gert þetta á jákvæðan hátt.  Samantekt Útskýrið: • Góð samskipti milli fólks, sem á í nánu sambandi, geta hjálpað til að viðhalda jafnvægi milli aðilanna og komið í veg fyrir að ofbeldi eigi sér stað. Í samböndum, þar sem ofbeldi á sér nú þegar stað, dugar árangursrík samskiptafærni ef til vill ekki til að hjálpa þolandanum. • Þegar þolendur ofbeldis reyna að beita samræðum og fortölum getur verið að gerandinn kæfi slíkar tilraunir strax þar sem hann er ekki tilbúinn að gefa eftir neitt af eigin valdi. Við þær aðstæður er mikilvægt að leita hjálpar hjá utanaðkomandi aðila (sjá bls. 18 í nemendahefti.) 5. hluti 3 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=