Örugg saman - kennarahefti

57  Að ráða við reiðina Markmið fjórða hluta er að sýna að hægt er að ráða við reiðina. Fólk ákveður sjálft til hvaða ráða það grípur þegar það er reitt. Það getur ákveðið að beita ofbeldi eða að beita því ekki. Útskýrið: Margir unglingar, sem hafa beitt kærustuna eða kærastann ofbeldi, segja að þeir hafi verið svo reiðir að þeir hafi alveg misst stjórn á sér. Þeir sáu einfaldlega rautt. Þeir réðu ekkert við sig. Þegar þessi svokallaða óstöðvandi reiði var runnin af þeim sáu þeir eftir öllu saman. Reiði er hins vegar aldrei óstöðvandi. Sérhver manneskja ákveður sjálf hvernig hún bregst við reiðinni. Útskýrið: Þegar reiðin blossar upp hjá einhverjum gefur líkaminn vísbendingar um að reiðin sé að fara í gang. Þessar fáu sekúndur, sem einstaklingurinn hefur þessar tilfinningar eða vísbendingar, er hugurinn skýr og hann getur ákveðið hvernig hann ætlar að bregðast við reiðinni. En munið að þetta eru kannski bara fáeinar sekúndur! Þegar reiðin hefur náð fullum tökum getur verið erfiðara að hugsa skýrt. Látið nemendur tala: Nefnið mér dæmi um hvað hægt er að gera þessar sekúndur eftir að ýtt hefur verið á reiðihnappinn meðan hugsunin er enn þá skýr. Skrifið tillögur nemenda á töfluna. Hvernig fólk getur dregið úr reiðinni: • Talað sig til (notað jákvætt sjálfstal). • Farið í göngutúr eða út að hlaupa. • Talið upp að tíu. • Andað rólega. • Grátið. • Labbað í burtu/komið sér burt af staðnum. • Hamast við erfiðar líkamsæfingar. • Leitað ráða hjá einhverjum. • Útskýrt hvers vegna það er svona reitt fyrir þeim sem reiðinni veldur. • Leikið sér við gæludýr. • Hlustað á tónlist. 4. hluti 7 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=