Örugg saman - kennarahefti

56  En ef það dugar ekki? Í þriðja hluta eru nemendur búnir undir og þeim hjálpað að gera áætlun ef samskiptin við einhvern eru ekki opinská og sanngjörn. Útskýrið: Því miður er það þannig að til að árangursrík samskiptafærni skili sínu og til að báðir aðilar séu sáttir við niðurstöðuna þurfa þeir báðir að leggja sitt af mörkum. Hvað er til ráða ef annar aðilinn vill ekkert leggja fram til að bæta stöðuna? Útskýrið: Ég ætla að lesa upp tvær stuttar dæmisögur þar sem annar aðilinn er sanngjarn en ekki hinn. Eftir lesturinn ætla ég að biðja ykkur að búa til áætlun fyrir aðilann sem er sanngjarn svo honum þurfi ekki að líða illa og til að hann þurfi ekki að verða fyrir líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Lesið eftirfarandi sögukafla upphátt: Stefán og Svanur eru að rífast út af því að þeir áttu að hittast klukkan sex en Svanur kom ekki fyrr en klukkan sjö. Hann reynir að útskýra af hverju hann var seinn og biðjast afsökunar en Stefán grípur alltaf fram í fyrir honum og móðgar hann með því að segja að hann sé alltaf seinn, hann sé dónalegur og fleira í þeim dúr. Svanur kemur ekki orði að. Spyrjið: Hvað getur Svanur gert úr því að Stefán ætlar sér greinilega ekki að leysa málið á friðsamlegum nótum? Hugsanleg svör: Segja honum að hann tali við hann seinna þegar hann sé orðinn rólegur. Biðja hann hreint út en kurteislega að hlusta á meðan hann útskýri hvað gerðist. Skrifa honum bréf. Hætta með honum. Lesið næsta dæmi fyrir bekkinn: Óli og Rakel eru í strætó á leið í bíó. Rakel er reið af því að hún sá Óla tala við stelpu sem hann var einu sinni með. Hann reynir að útskýra að þau hafi bara verið að tala saman og hann langi ekki til að vera með þessari stelpu aftur. Rakel virðist ekki skilja það sem hann segir við hana. Þegar þau koma út úr strætó byrjar hún að öskra á hann. Hún slær Óla í andlitið og gerir sig líklega til að slá hann aftur. Spyrjið: Hvað getur Óli gert þar sem ekki lítur út fyrir að hann geti róað Rakel? Hugsanleg svör: Farið. Hringt í foreldra sína eða vini til að láta ná í sig. Bent Rakel á að það sé ekkert sem hann geti gert ef hún trúir honum ekki. 3. hluti 8 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=